Samráðsfundur í Lindaskóla

október 31st, 2011 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »

Stjórn Íbúasamtakanna mætti í Lindaskóla þann 27. október til fundar við fulltrúa úr skipulagsnefnd bæjarins, embættismenn og aðra fulltrúa íbúasamtaka í Kópavogi. Þetta var samráðsfundur vegna nýs aðalskipulags þar sem fulltrúar íbúasamtakanna komu á framfæri hvað þau teldu vera kosti, galla og tækifæri fyrir Kópavog næstu 20 árin.

Slíkir samráðsfundir munu verða fleiri með öðrum aðilum, starfsmönnum bæjarins, hagsmunasamtökum og fleirum.

Athugasemdavefur fyrir hjólastíga

október 8th, 2011 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »

Komið þið sæl

 

Langar að vekja athygli á að í tilefni af evrópskri samgönguviku er búið að opna athugasemdavef fyrir hjólastíga í Kópavogi.  Hér geta áhugasamir um góðar hjólreiðasamgöngur í Kópavogi komið með sínar athugasemdir og ábendingar. Læt hér fylgja með hlekki inn á þessar síður.  En annars hægt að nálgast á www.kopavogur.is Athugasemdafrestur við tillögur sem gerðar hafa verið er til  16. október 2011.

 

http://www.kopavogur.is/stjornsyslan/frettir-og-utgefid-efni/frettir/nr/2970

 

http://www.tryggvi.org/kophjol/index.php/Sk/Sk

 

http://www.tryggvi.org/kophjol/index.php/Sk/Smari

 

Vil sérstaklega vekja athygli íbúa alls staðar í Kópavogi á því að þegar komast þarf á hjóli upp í efri byggðir Kópavogs frá Kópavogsdal – Vesturbæ liggur leiðin í gegnum umferðaræðarnar við Smáralind. Okkur er bent á að hjóla yfir í Garðabæ ef við ætlum að fara beint upp að Nónhæð og yfir í Glaðheimasvæðið og þaðan upp í t.d. Guðmundarlund.  Það er auðvitað sjálfsagt að treysta á að hjóla áfram úr einu bæjarfélagi og yfir í annað á lengri ferðum en að þurfa að hjóla út úr sínu bæjarfélagi í lengri lykkjur til að komast leiðar sinnar í eigin bæjarfélagi er líklega ekki það sem byggja ætti á.

 

Endilega skoðið kortin og hafið skoðun á því hvaða leiðir má bæta.

 

Bestu kveðjur – Guðrún

 

Erindi KS-verktaka og andsvar stjórnar Betri Nónhæðar

mars 15th, 2011 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »

Erindi KS-verktaka

KS-verktakar sendu til bæjarráðs bréf og teikningar þar sem lagt er til að breyta skipulagi Nónhæðar og byggja þar blokkir. Í bréfinu er vísað til atvinnuástands á byggingamarkaði sem góðrar ástæðu fyrir því að breyta landnotkun.

Andsvar stjórnar Betri Nónhæðar

Kópavogi 1. mars 2011

Bæjarráð Kópavogs

Í fundargerð Bæjarráðs frá 10. febrúar síðast liðnum kemur fram að KS verktakar hafi sent bæjarráði tillögu að skipulagi á Nónhæð. Bæjarráð vísar tillögunni til skipulagsnefndar til úrvinnslu.

Í nóvember 1991 var samþykkt deiliskipulag Nónhæðar. Með samþykkt deiliskipulagsins varð til samningur um skipulag milli bæjaryfirvalda og væntanlegra íbúa í Nónhæð. Bæjaryfirvöld sáu til þess að verktakar sem byggðu í umboði lóðahafa og verktakar sem byggðu íbúðir til sölu fylgdu skilmálum samningsins. Bæjaryfirvöld hafa falið skipulags­nefnd og byggingarnefnd að gæta þess að núverandi íbúar Nónhæðar fari eftir skilmálum samningsins.

KS verktakar vilja ekki una skilmálum samningsins sem aðrir eru og hafa verið bundnir af. Þó var fyrirtækinu fullkunnugt um skilmála samningsins þegar fyrirtækið keypti skipulagsreitinn Arnarsmára 36 árið 2002.

Við sem erum íbúar í Nónhæð og höfum gengið að skilmálum samningsins um skipulag Nónhæðar gerum ráð fyrir að bæjaryfirvöld standi við sinn hluta samningsins og gæti þess að KS verktakar virði samninginn. Á skipulagsreitnum Arnarsmári 36 er samkvæmt þéttbýlisuppdrætti með aðalskipulagi gert ráð fyrir svæði fyrir þjónustustofnanir og opnu svæði til sérstakra nota.

KS verktakar hafa með alls kyns skipulagshugmyndum reynt að knýja á um breytingar á skipulagi Nónhæðar. Á aðalfundi íbúasamtakanna Betri Nónhæð var samþykkt ályktun (sjá fylgiskjal) um að standa vörð um óbreytt aðalskipulag. Við trúum því að bæjaryfir­völd standi með íbúum og taki ekki stundarhagsmuni verktaka fram yfir hagsmuni íbúa Nónhæðar.

F.h. Stjórnar íbúasamtakanna Betri Nónhæð

Guðrún Benediktsdóttir
Brekkusmára 2

Samhljóða bréf sent:
Skipulagsnefnd Kópavogs
Skipulagsstjóri Kópavogs, Birgir H. Sigurðsson

 

Fylgiskjal með bréfi til Bæjarráðs Kópavogs, dagsett 1. mars 2011

Á aðalfundi íbúasamtakanna Betri Nónhæð, sem var haldinn í Smáraskóla þann 14. apríl 2010, var eftirfarandi ályktun samþykkt með 16 atkvæðum gegn 6:

Samkvæmt aðalskipulagi Kópavogs 2000-2012 er gert ráð fyrir svæði fyrir þjónustustofnanir og opnu svæði til sérstakra nota á Nónhæð. Samkvæmt deiliskipulagi frá 1991 er gert ráð fyrir útivistarsvæði sem er 90% af kolli Nónhæðar.

Þetta hefur þeim átt að vera ljóst sem fjárfestu á kolli Nónhæðar. Fyrir nokkrum vikum endurtók fjárfestirinn kröfu um breytt alskipulag og gerði enn eina tillögu að deiliskipulagi fyrir tröllvaxna íbúðabyggð á kolli Nónhæðar. Tillaga hans er ekki í neinu samræmi við fyrirheit um útivistasvæði né önnur mannvirki í gildandi aðalskipulagi og deiliskipulagi fyrir koll Nónhæðar.

Enn einu sinni þurfa íbúar í Nónhæð og næsta nágrennis að andæfa gegn óraunhæfum skipulagstillögum fjárfestisins sem er rekinn áfram af sérgæsku. Enn einu sinni ætlast fjárfestirinn til þess að hann fái arð af áhættufjárfestingu sinni en íbúar aðliggjandi byggða þoli umhverfisrask og ágang aukinnar umferðar að öðrum kosti leysi bæjarfélagið til sín áhættufjárfestingu hans.

Aðalfundur íbúasamtakanna Betri Nónhæð lýsir eindreginni andstöðu við tillögur um íbúðabyggð á Nónhæð, sem lagðar voru fram í Skipulagsnefnd 16. mars síðast liðinn. Fundurinn hvetur fulltrúa í Skipulagsnefnd og kjörna fulltrúa íbúa í bæjarstjórn til að hafna tillögu fjárfestisins um tröllvaxna íbúðabyggð og fullkomið virðingarleysi fyrir útivistarsvæði á kolli Nónhæðar.

til_baejarrads_kopavogs_2011_03_01 (PDF)

Umsögn bæjarráðs vegna andsvars

Bæjarráð – 2585

Haldinn í í Fannborg 2, fundarherbergi á millilofti,
3.3.2011 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Guðríður Arnardóttir formaður, Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi, Rannveig H Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi, Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi, Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi, Ómar Stefánsson áheyrnarfulltrúi, Guðný Dóra Gestsdóttir aðalfulltrúi, Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri og Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon, bæjarritari

22. 1102108 – Arnarsmári 36. Tillaga að deiliskipulagi
Frá stjórn íbúasamtakanna Betri Nónhæð, dags. 1/3, varðandi erindi í bæjarráði 10/2 sl. um skipulag á Nónhæð, sem vísað var til skipulagsnefndar til úrvinnslu.
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

„“Meirihluti bæjarráðs bendir á að vinna við aðalskipulag er í gangi.  Aðalskipulag Kópavogs verður mótað í samstarfi við íbúa bæjarins og út frá þeirra hagsmunum.

Guðríður Arnardóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Guðný Dóra Gestsdóttir, Rannveig Ásgeirsdóttir““

Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til úrvinnslu.

 

Nýtt erindi KS-verktaka

febrúar 13th, 2011 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »

Í fundargerð bæjarráðs Kópavogs þann 10. febrúar síðastliðinn kom fram erindi frá KS-verktökum varðandi skipulag á Nónshæð. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar.

Stjórn íbúasamtakanna Betri Nónhæðar mun beita sér í þessu máli og afla nánari fregna af þessari tillögu og ferli hennar.

Athugasemdir vegna sorpflokkunar

september 2nd, 2010 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »

Eins og flestir íbúar Nónhæðar hafa tekið eftir hefur mikill flugnafaraldur geysað í sorptunnum íbúa. Þar sem almennt sorp er geymt í mánuð og oft í hirslum innandyra (til dæmis í fjölbýlum Arnarsmára) hefur það gefið ávaxtaflugum tækifæri til þess að fjölga sér all gríðarlega.

Fjölmargir íbúar hafa kvartað til Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, eftirlitsmenn þaðan hafa komið til að skoða ýmsar sorphirslur og komið athugasemdum á framfæri við bæjaryfirvöld.

Nú er sorpflokkunartilraunin orðin rúmlega eins árs og tími kominn á endurskoðun. Það er mat fjölmargra að núverandi skipulag sé ekki að virka þar sem mánaðarlöng geymsla sorps sé óviðunandi. Það er hagur allra sem hafa skoðun á þessu máli að koma eigin athugasemdum á framfæri til bæjaryfirvalda.

Allir flokkar segjast vilja aukna aðkomu íbúa að skipulagsmálum

maí 28th, 2010 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »

Betri byggð á Kársnesi sendi 5 spurningar á stjórnmálaflokkana vegna kosninganna.

Svör bárust frá öllum nema Framsóknarflokki. Á vef BBK má lesa svör framboðanna.

Leiðrétting frá Íslenska gámafélaginu

apríl 22nd, 2010 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »

Íbúasamtökin höfðu samband við Íslenska gámafélagið í kjölfar aðalfundar samtakanna þar sem vakin var athygli á markpósti þar sem tilgreind var upphæð fyrir grænar tunnur. Íslenska gámafélagið sendi eftirfarandi leiðréttingu.
» Lesa meira: Leiðrétting frá Íslenska gámafélaginu

Aðalfundur

apríl 12th, 2010 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »
Aðalfundur
Íbúasamtökin Betri Nónhæð
boða til aðalfundar:
miðvikudaginn 14. apríl.
klukkan 20:00.
í fundarsal Smáraskóla.
Dagskrá aðalfundarins
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Skýrsla stjórnar
Reikningar
Breytingar á samþykktum
Kosning stjórnar
Kosning skoðunarmanna
Önnur mál
Kynning á nýjum tillögum KS verktaka að byggð á Nónhæð
Kynning á vefsíðu íbúasamtakanna Betri Nónhæð
Tillaga að ályktun aðalfundar

Betri Nónhæð

Aðalfundur

Íbúasamtökin Betri Nónhæð boða til aðalfundar miðvikudaginn 14. apríl 2010 klukkan 20:00 í fundarsal Smáraskóla.

Dagskrá aðalfundarins

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara
  • Skýrsla stjórnar
  • Reikningar
  • Breytingar á samþykktum
  • Kosning stjórnar
  • Kosning skoðunarmanna
  • Önnur mál
    • Kynning á nýjum tillögum KS verktaka að byggð á Nónhæð
    • Kynning á vefsíðu íbúasamtakanna Betri Nónhæð
    • Tillaga að ályktun aðalfundar

Viðhengi: Fundarboð og skýrsla stjórnar

Hver fer með skipulag Nónhæðar?

september 14th, 2009 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »

Ágæti íbúi Nónhæðar

Kristján Snorrason hefur, fyrir hönd KS-verktaka, boðað íbúa Foldarsmára 2-22 til „samráðsfundar um skipulag Nónhæðar“¹. Boð Kristjáns um samráð er merkingarlaust nema hann ráði skipulagi Nónhæðar².

Samkvæmt Skipulags- og byggingarlögum fer skipulagsnefnd með skipulagsmál undir yfirstjórn sveitarstjórnar. Stjórn samtakanna Betri Nónhæð hefur átt fund með sviðsstjóra Skipulags- og umhverfissviðs Kópavogs um skipulagsmál svæðisins. Nýlega óskaði sviðsstjórinn eftir framhaldi viðræðna. Stjórnin tók ósk sviðsstjórans vel en með ákveðnum fyrirvörum þó. Þrátt fyrir þetta
boðar Kristján Snorrason samráðsfund um skipulag Nónhæðar með íbúum Foldarsmára 2-22. Af þessum sökum hyggst stjórn samtakanna kanna hjá skipulagsyfirvöldum Kópavogs hvort Kristján Snorrason:

  1. Hafi umboð Bæjarstjórnar eða Skipulagsnefndar Kópavogs til að fara með skipulag Nónhæðar í samráði við fundarmenn?
  2. Vinni skipulag Nónhæðar í samráði við fundarmenn, með þegjandi samþykki Bæjarstjórnar eða Skipulagsnefndar Kópavogs?
  3. Vinni skipulag Nónhæðar með velþóknun Bæjarstjórnar eða Skipulagsnefndar Kópavogs í samráði við fundarmenn?
  4. Auglýsi, átölulaust af hálfu Bæjarstjórnar eða Skipulagsnefndar Kópavogs, að hann leiti ráða hjá fundarmönnum og hyggist breyta skipulagi Nónhæðar ef honum geðjast ráð þeirra?
  5. Hafi loforð skipulagsyfirvalda í Kópavogi um að breytingar á aðalskipulagi verði auglýstar þrátt fyrir að skilyrði 5. málsliðar 16. greinar Skipulags og byggingarlaga³ séu ekki uppfyllt?

Fyrir hönd stjórnar samtakanna Betri Nónhæð
Ásmundur Hilmarsson

1) Sjá viðhengi: KS fundarbod 090908.
2) „Allt land innan Fífuhvammsvegar, Smárahvammsvegar og Arnarnesvegar er
talið með í flatarmáli Nónhæðar.“, Aðalskipulag Kópavogs 2000-2012, bls 18
3) „Þegar að loknum sveitarstjórnarkosningum metur sveitarstjórn hvort
ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið. Um málsmeðferð á endurskoðaðri
áætlun fer sem um gerð nýs aðalskipulags væri að ræða.“

Ólafsvíkuryfirlýsingin

september 12th, 2009 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »

Á fundi bæjarstjórnar þann 28. júlí var einróma samþykkt að fela bæjarstjóra að undirrita Ólafsvíkuryfirlýsinguna. Með því að samþykkja hana heitir bæjarstjórnin því að leggja sitt af mörkum til sjálfbærrar þróunar, meðal annars með því að virkja íbúa, félagasamtök og aðra í verkefnum sem tengjast Staðardagskrá 21.

Það er einlæg von íbúanna að bæjaryfirvöld standi við þetta og hafi samráð við íbúa og félagasamtök þeirra, það er engin tilviljun að íbúasamtök hafa risið upp í Kópavogi undanfarin ár vegna einhliða ákvarðana bæjaryfirvalda.