Forsaga

Í kringum árið 2000 seldu Baháíar lóðina sem þeir höfðu haft til umráða á Nónhæð um árabil.  Kaupandi lóðarinnar var … (vefari veit ekki á þessari stundu hver er skráður eigandi lóðarinnar).
Að sögn fyrrverandi Skipulagsstjóra Kópavogs stóð til að gera svæðið að útivistarreit við hlið lítillar kapellu eða samkomuhúss sem þeir huggðust byggja á lóðinni.

SkipilagskortKop

Á gildandi Aðalskipulagi Kópavogs, sem gildir fyrir árabilið 2000-2012, er lóðin (innan rauða svæðisins) að hluta ætluð fyrir þjónustustofnanir í bland við opið svæði til sérstakra nota (á enskur er það skýrt sem recreation area).  Á lóðinni er einnig gerð grein fyrir huliðsvættum, sjá ljósbláa pýramíta.

Á fundi bæjarráðs Kópavogs þann 10. maí 2007 voru lagðar fram til samþykktar tillögur að breytingu á svæðisskipulagi og aðalskipulagi Nónhæðar svo og nýjar tillögur að deiliskipulagi fyrir Arnarsmára 32 og Nónhæð; sjá texta hér að neðan frá heimasíðu Kópavogsbæjar.

07.201 Nónhæð, Arnarsmári – svæðisskipulag, breyting.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu á grundvelli 2. mgr. 14. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.  Tillagan verði kynnt þeim sveitarfélögum er stóðu að gerð svæðisskipulagsins og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

07.202 Nónhæð, Arnarsmári 32 – aðalskipulag, breyting.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu, hún verði auglýst í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

07.203 Nónhæð – deiliskipulag.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu, hún verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

07.204 Arnarsmári 32 – deiliskipulag.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu, hún verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð hefur hér með samþykkt að þessar tillögur og þeim hefur verið vísað til bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar og í framhaldi af því verða þær sendar til kynningar skv. áðurnefndum lögum og reglugerðum.

Eins og hér kemur fram er hér um tvær lóðir að ræða, Nónhæð og Arnarsmára 23 (þar sem núverandi bensínstöð OB er).

Be Sociable, Share!

Lokað er fyrir athugasemdir.