Hin nýja ásýnd

Fyrir nokkrum árum kynntu bæjaryfirvöld í Kópavogi fyrirhugaða nýja byggingu á reit Smáratorgs.  Eins og sjá má af myndunum hér að neðan var gerð ágæt grein fyrir turninum á myndum frá nokkrum sjónarhornum.

Heimild:  Heimasíða Kópavogsbæjar

Adam (þ.e. turninn) var ekki lengi í paradís.  Nú er hann að fá félaga, rétt hinumegin við Fífuhvammsveg.  Eins og getið er um á heimasíðu bæjarins tók Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri fyrstu skóflustunguna að nýjum turni s.k. norðurturni Smáralindar, þriðjudaginn 17. apríl 2007, kl. 16:00.

nordurturnsmaralind

Heimild: Heimasíða Kópavogsbæjar.

Hér er um nokkuð myndarlega byggingu að ræða og lítur hún í sjálfu sér ekkert illa út enda um landsfræga arkitekta að ræða.  Hins vegar er ekki gerð nánari grein fyrir turninum, á heimasíðunni, með myndum frá ólíkum sjónarhornum né er sýnt hvernig ásýndin er orðin með tveimur turnum sem eru nær því hlið við hlið.  Nauðsynlegt hefði verið að fá að sjá sömu sjónarhorn og eru á turni Smáratorgs.

Þetta er víst ekki það eina sem eftir á að koma þarna á þessu svæði!!!
Í dag er til umfjöllunar breytt skipulag á Glaðheimasvæðinu þar sem koma á a.m.k. enn ein hábyggingin og þá eru uppi hugmyndir um hábygginar á Nónhæð og Arnarsmára 32 og fleiri stöðum í miðju höfuðborgarsvæðisins.

Það er því nauðsynlegt að bæjaryfirvöld Kópavogs geri íbúum í næsta nágrenni grein fyrir þeim hugmyndum sem þeir eru með þannig að íbúar geti fjallað um þær og sagt sína skoðun.

Be Sociable, Share!

Lokað er fyrir athugasemdir.