Lög félagsins

Samþykktir fyrir „Betri Nónhæð“

1. gr. Nafn samtakanna
Samtökin eru frjáls félagasamtök og nafn þeirra er „Betri Nónhæð“.

2. gr. Heimili og varnarþing
Heimili samtakanna skal vera a heimili löglega kjörins formanns þess.

3. gr. Tilgangur samtakanna
Tilgangur samtakanna er að standa vörð um gildandi aðalskipulag á Nónhæð í Kópavogi með hagsmuni íbúa svæðisins að leiðarljósi. Jafnframt vinna samtökin að öðrum hagsmunamálum íbúa er varða umhverfi og skipulag Smárahverfis.

4. gr. Aðild, réttindi og skyldur
Rétt til aðildar að samtökunum eiga íbúar Smárahverfis í Kópavogi. Fundir samtakanna eru öllum opnir en eingöngu félagar hafa kosningarétt á fundum samtakanna. Félögum er óheimilt að tjá sig opinberlega í nafni samtakanna nema með samþykki stjórnar.

5. gr. Fjármál
Samtökin afla fjár til reksturs samtakanna með frjálsum framlögum en auk þess má innheimta félagsgjald af félögum til að standa undir kostnaði af starfsemi samtakanna. Ákveða skal fyrsta félagsgjald á stofnfundi og síðar á reglulegum aðalfundum samtakanna. Á aðalfundi skal kjósa tvo skoðunarmenn úr hópi félagsmanna. Stjórn skal kjósa gjaldkera fyrir samtökin úr hópi stjórnarmanna.

6.gr. Aðalfundur
Aðalfundur samtakanna skal haldinn árlega. Allir félagar eiga rétt til setu á aðalfundi með málfrelsi, tillögurétt og atkvæðisrétt. Fundurinn skal boðaður félögum skriflega, með tölvupósti eða með öðrum sannanlegum hætti með minnst 7 daga fyrirvara. Dagskrá aðalfundar ásamt tillögum skal senda félögum með þriggja daga fyrirvara.

Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Reikningar
4. Breytingar á samþykktum
5. Kosning stjórnar
6. Kosning skoðunarmanna
7. Önnur mál

Á aðalfundi ræður meirihluti atkvæða úrslitum, þó þarf a.m.k. 2/3 hluta atkvæða til breytinga á samþykktum

7 gr. Breytingar á samþykktum
Samþykktum samtakanna verður að breyta á aðalfundi. Tillaga til breytinga skal berast stjórn með a.m.k. viku fyrirvara. Ef tillögur til breytinga koma fram skal kynna þær fyrir félögum eigi síðar en þremur dögum fyrir fundinn.

8. gr. Stjórn
Stjórn samtakanna skipa sjö félagar kosnir á aðalfundi. Stjórn skiptir með sér verkum, velur formann og ritara sem jafnframt er varaformaður og fimm meðstjórnendur. Stjórnarmenn skulu kosnir til eins árs.

9. gr. Slit
Leggja má samtökin niður verði það samþykkt samhljóða á fundi í samtökunum. Verði ákveðið að leggja samtökin niður skal afhenda þjóðskjalasafni gögn þess og mögulegri peningalegri eign skal ráðstafa til mannúðar- og menningarmála í Kópavogi

10. gr. Gildistími
Samþykktir þessar öðlast gildi á stofnfundi samtakanna.

Þannig samþykkt í Kópavogi 15. september 2008

Be Sociable, Share!

Lokað er fyrir athugasemdir.