Útivist

Kópavogsbær gaf árið 2002 út kynningarrit um útivistarsvæði bæjarins, sjá heimasíðu Kópavogsbæjar.  Í þessu riti, sem er upp á 30 blaðsíður, er að finna ágætis greinargerð um útivistarsvæði bæjarins.  Þeim er, hverju og einu, gerð góð skil og sýnt hvernig þau gætu litið út í framtíðinni.  Þarna er að finna ágætis lýsingu á svæðinu frá Smáraskóla upp á Nónhæð. Eftirfarandi mynd er tekin úr ritinu og er hún einkar athyglisverð!
Það er ekki síður athyglisvert að þetta rit er gefið út árið 2002 en heimild vefara er að lóðin á Nónhæð hafi þegar verið seld til verktaka árið 2000 þannig að þetta skipulag hefði því aldrei átt að standast eða koma til framkvæmda!

KopavogurUtivistNonhaed

Be Sociable, Share!

Lokað er fyrir athugasemdir.