Staðreyndir

Hér verður getið nokkurra staðreynda sem við höfum aflað okkur um fyrirhugað verk.  Hér er átt við upplýsingar sem koma fram á gögnum sem lögð hafa verið fyrir bæjaryfirvöld og eru grunnurinn að þeirri ákvörðun sem þegar hefur verið tekin af þeirra hálfu.

Arnarsmári 32

Markmið með breytingu deiliskipulags

Helsta markmið með breytingu á deiliskipulagi þessu er að nýta lóðina betur en áður hefur verið gert.  Eldra verslunarhús hefur aldrei farið í notkun. Verslun á þessum stað hefur ekki gengið.  Með byggingu fjölbýlishúss er unnt að tryggja góða nýtingu á lóðinni efst á Nónhæð fyrir íbúðir í háum gæðaflokki.

Lóð v. bensínstöð

Lóðin verður stækkuð úr 1.147 m² í 2.122 m² eða um 975 m² sem gera 85% stækkun.  Stækkunin verður öll í átt að Arnarsmára, yfir núverandi opið svæði.

Hæðafjöldi húsa

Annað húsið er 8 íbúðahæðir (um 24 m hátt) og hitt húsið er 7 íbúðahæðir + 1 þjónustuhæð samtals 8 hæðir.

Íbúðafjöldi

14 íbúðir þ.e. 7 íbúðir í hvoru húsi ásamt þjónustuhæð í hærra húsinu.

Nýtingarhlutfall án kjallara: 1,45 (þ.e. 1,45 manns pr. fermetra)

Áætlaður íbúafjöldi m.v. 3 í íbúð: 45 manns

Áætluð aukning bílaumferðar íbúafjölgunar (útr. ÁJ):

Tæplega 175 ferðir á dag sem bætast við núverandi umferð að leikskólanum.

Tillaga að samþykkt bæjarstjórnar frá 22. maí 2007:

Arn32_01

Arkitektar: KRArk-Kristján Ragnarsson arkitekt ehf

Annað:

Tillaga að samþykki bæjarstjórnar gerir ráð fyrir 9 hæðum í stað 8 í umsókn!!!
Unnið er að því að útvega betri myndir, en þær svarthvítu sem við höfum, til að setja á síðuna!

Aths ÁJ!
Hvað borgar verktaki fyrir svona viðbótar stækkun upp á tæplega  1.000 m²?  Það hljóta að vera verulega margar milljónir fyrst lóðin er talin vera svona verðmæt!


Nónsmári

Fjöldi íbúða: 241

Áætlaður íbúafjöldi m.v. 3 í íbúð:

723.  Vegna eðlis þessa hverfis er líklegt að fleiri en 3 verði að meðaltali í hverri íbúð.  Þetta gæti því verið um 1.000 manns.

Áætluð aukning bílaumferðar íbúafjölgunar (útr. ÁJ):

Rúmlega 3.500 ferðir á dag sem bætast við núverandi umferð á nærliggjandi götum.

Hávaðaútreikningar ( Minnisblað VST frá 30. mars 2007):

Arnarnesvegur – almenn umfjöllun VST!
Áætluð umferð í dag út frá umferðarlíkani höfuðborgarsvæðisins: 6.000 bílar.
Gætu verið um 20.000 bílar (14 bílar/mínútu) í nánustu framtíð, eins og segir í minnisblaði.  Þetta þýðir líklega eftir 20 ár!

Aths. ÁJ!  Nauðsynlegt að skoða forsendur umferðarreikninga til að átta sig á málinu!

Arnarnesvegur
Reiknað er með 9.000 fólksbílum og 700 þyngri bílum, samtals 9.700 bílum (um 7 bílar/mínútu). 
Hér kemur ekki fram fyrir hvaða tíma þetta gildir!!!  Athuga samhengið við almennu umfjöllunina!

Smárahvammsvegur
Hér er gert ráð fyrir 4.700 fólksbílum og 500 þyngri bílum, samtals 5.200 bílum (um 4 bílar/mínútu).
Hér kemur ekki fram fyrir hvaða tíma þetta gildir!!!

Arnarsmári til norðurs
Reiknað er með 3.100+200=3.300  bílum þ.e. rúmlega 2 bílum/mínútu.
Hér kemur ekki fram fyrir hvaða tíma þetta gildir!!!

Arnarsmári til vesturs
Reiknað með 1.100+100=1.200 bílum þ.e. tæplega 1 bíll/mínútu.
Hér kemur ekki fram fyrir hvaða tíma þetta gildir!!!

Hér eru ófullnægjandi upplýsingar um umferð sem gera þarf betri grein fyrir!

Sjá nánari upplýsingar í Minnisblaði.

Be Sociable, Share!

Lokað er fyrir athugasemdir.