Íbúasamtökin höfðu samband við Íslenska gámafélagið í kjölfar aðalfundar samtakanna þar sem vakin var athygli á markpósti þar sem tilgreind var upphæð fyrir grænar tunnur. Íslenska gámafélagið sendi eftirfarandi leiðréttingu.
Græna tunnan – leiðrétting á markpósti
21. apríl 2010
Ágæti íbúi Nónhæðar í Kópavogi,
Að gefnu tilefni vill starfsfólk Íslenska Gámafélagsins leiðrétta þann misskilning að íbúar Nónhæðar séu skyldug að greiða fyrir Grænu tunnuna en svo er EKKI.
Sá misskilningur kom upp í kjölfar markpósts sem sendur var á alla íbúa Kópavogs um Grænu tunnuna og ágæti hennar. Í raun átti markpósturinn ekki að berast íbúum Nónhæðar þar sem nú þegar greiðir Kópavogsbær fyrir hana vegna tilraunaverkefnisins um þriggja flokka kerfið.
Markmiðið með markpóstinum var að veita öllum Kópavogsbúum sem ekki hafa aðgengi að Grænu tunnunni að prófa hana frítt í tvo mánuði. Við ítrekum að íbúar Nónhæðar þurfa ekki að hafa áhyggjur af greiðslu vegna Grænu tunnunar.
Við biðjumst enn og aftur velvirðingar á þessum misvísandi skilaboðum og hvetjum íbúa Nónhæðar áfram til góðrar flokkunar. Ef einhverjar spurningar kunna að vakna hvetjum við ykkur til að hafa samband í síma 577 5757 fara inná fræðslusíðuna www.flokkarinn.is eða senda okkur fyrirspurn á flokkarinn@flokkarinn.is
Með grænum kveðjum,
Starfsfólk Íslenska Gámafélagsins