Sarpur fyrir ‘Sorpflokkun’ flokkur

Sorphirða í Kópavogi

mars 5th, 2012

Allir íbúar Kópavogs munu nú flokka sorp, þeir fá bláar tunnur fyrir pappír, pappa og þess háttar endurvinnanlegt sorp. Ekki er gert ráð fyrir að þeir flokki lífrænan úrgang og því vonandi að tilraunaverkefnið langlífa á Nónhæð fari að hætta.

Íbúasamtökin hafa leitað frétta og bíða eftir svari.

Athugasemdir vegna sorpflokkunar

september 2nd, 2010

Eins og flestir íbúar Nónhæðar hafa tekið eftir hefur mikill flugnafaraldur geysað í sorptunnum íbúa. Þar sem almennt sorp er geymt í mánuð og oft í hirslum innandyra (til dæmis í fjölbýlum Arnarsmára) hefur það gefið ávaxtaflugum tækifæri til þess að fjölga sér all gríðarlega.

Fjölmargir íbúar hafa kvartað til Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, eftirlitsmenn þaðan hafa komið til að skoða ýmsar sorphirslur og komið athugasemdum á framfæri við bæjaryfirvöld.

Nú er sorpflokkunartilraunin orðin rúmlega eins árs og tími kominn á endurskoðun. Það er mat fjölmargra að núverandi skipulag sé ekki að virka þar sem mánaðarlöng geymsla sorps sé óviðunandi. Það er hagur allra sem hafa skoðun á þessu máli að koma eigin athugasemdum á framfæri til bæjaryfirvalda.

Leiðrétting frá Íslenska gámafélaginu

apríl 22nd, 2010

Íbúasamtökin höfðu samband við Íslenska gámafélagið í kjölfar aðalfundar samtakanna þar sem vakin var athygli á markpósti þar sem tilgreind var upphæð fyrir grænar tunnur. Íslenska gámafélagið sendi eftirfarandi leiðréttingu.
» Lesa meira: Leiðrétting frá Íslenska gámafélaginu