Sarpur fyrir ‘Nónhæð’ flokkur

Tilbeiðsluhús á Nónhæð

apríl 7th, 2015

Kristján Snorrason landeigandi kolls Nónhæðar hefur sent skipulagsnefnd Kópavogsbæjar fyrirspurnarteikningar varðandi það að reisa tilbeiðsluhús á svæðinu. Þetta var tilkynnt 1. apríl 2015 en einnig rætt í fréttum RUV 2. apríl 2015.

RUV: Vill reisa tilbeiðsluhús í Kópavogi (Vefsíða)

RUV: Vill reisa tilbeiðsluhús á Nónhæð (Myndskeið)

Mbl.is: Tilbeiðsluhús á Nónhæð (Vefsíða)

 

Mótmæli stjórnar vegna deiliskipulagstillögu á Nónhæð

nóvember 15th, 2012

Birgir H. Sigurðsson  Skipulagsstjóri Kópavogs  og aðrir sem málið varðar.

Stjórn íbúasamtakanna Betri Nónhæð mótmælir harðlega breytingum á landnotkun á kolli Nónhæðar sem fram koma í drögum að breytingum á Aðalskipulagi Kópavogs og kynnt voru 1. Nóvember sl.

Þar er verið að kynna drög sem kollvarpa landnotkun í gildandi aðalskipulagi sem gerir ráð fyrir svæði fyrir þjónustustofnanir og opnu svæði til sérstakra nota.  Í drögum að nýju Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 er gert ráð fyrir að landnotkun á kolli Nónhæðar verði  breytt í svæði fyrir íbúðabyggð.

Einkenni gildandi deiliskipulags þessa svæðis er opið svæði   Samkvæmt deiliskipulaginu er opið svæði um 90% af reitnum á kolli Nónhæðar en tilbeiðsluhús u.þ.b. 10%.  Í bæklingnum ÚTIVISTARSVÆÐI KÓPAVOGS, Bæjarskipulag Kópavogs 1998, segir um Nónhæð:  Eitt eiginlegt útivistarsvæði er í hverfinu sem teygir sig frá Fífuhvammsvegi upp að hringtorgi við Arnarsmára, auk smærri leiksvæða og opnu svæði efst á hæðinni í eigu Baháí á Íslandi.

Drög að breytingum á aðalskipulagi og nýjar hugmyndir að deiliskipulagi á kolli Nónhæðar, sem hafa verið kynntar á fundi með  hverfisráði Smárans, kollvarpa landnotkun samkvæmt gildandi skipulagi.

Að mati stjórnar íbúasamtakanna Betri Nónhæð er óásættanlegt að deiliskipulagt opið svæði á kolli Nónhæðar verði tekið undir íbúðabyggingar.

 

F.h. stjórnar íbúasamtakanna Betri Nónhæð

Guðrún Benediktsdóttir

s. 897 2058

Breytingar á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024

nóvember 11th, 2012

Nú er áríðandi að allir kynni sér hvað fellst í breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024.

Vil vekja athygli á að í drögum sem kynnt voru á fundi í Hörðuvallaskóla 1.nóv sl. Þar er m.a. gert ráð fyrir „breyttri landnotkun á Nónhæð svo hægt sé að gera þar íbúðabyggð“.  Sjá nýjustu útgáfu skipulagsyfvalda í viðhengi og er rétt að geta þess að stjórn íbúasamtakanna hefur ekki séð þetta áður.  Vek athygli á grein í Kópavogsblaðinu sem barst okkur fimmtudaginn  9. Nóv  um fundinn.    Einnig benda á heimasíðu Kópavogs vegna þessa.  Skipulagsyfirvöld óska eftir tillögum eða athugasemdum fyrir 15. nóvember nk. 

Hér er kynningin:         Kynning í Hörðuvallaskóla (PDF

Nú hafa verið fundir með hverfaráðum.  Það fást engin svör um hverjir eru í þessum hverfaráðum.   Notast er við slembiúrtak úr þjóðskrá en eftir því sem næst verður komist er ennþá verið að hringja í fólk útaf þessu svo það er undarlegt að hægt sé að halda fundi í október ef ekki var búið að ná í fólk.  Tillaga um hverfaráð kom fyrst fram 1. Mars 2012  Íbúasamtök eru ekki aðilar að þessum hverfaráðum.  10 manns eiga að vera í Hverfaráði Smárans en samtals 80 manns í fimm hverfum.

Fundargerð frá fundi með hverfaráði Smára. Smarans-fundur-8.-okt-2012       Stjórn Íbúasamtakanna Betri Nónhæð hefur ekki fengið kynningu á þessum breytingum sem ræddar voru á þessum fundi.

 Hér er svo síða Kópavogsbæjar og þar eru fundargerðir annarra funda. http://www.kopavogur.is/thjonusta/umhverfi-og-skipulag/skipulagsmal/endurskodun-adalskipulags-og-stadardagskrar-21/

Einnig eru fyrirhugaðar breytingar á svæðinu sunnan Smáralindar þar sem þvottastöðin er nú og gert er ráð fyrir blandaðri byggð íbúða, verslunar og þjónustu.  Þessar breytingar skipta okkur einnig miklu máli.

Endilega skoðið þetta vandlega því þessar breytingar skipta okkur öll máli.  Það er áríðandi að þið sendið ykkar tillögur og/eða athugasemdir t.d. með tölvupósti á birgir@kopavogur.is eðaskipulag@kopavogur.is

Guðrún Benediktsdóttir

Formaður íbúasamtakanna Betri Nónhæð

Sími 897 2058

gudrunben@simnet.is

Athugasemdavefur fyrir hjólastíga

október 8th, 2011

Komið þið sæl

 

Langar að vekja athygli á að í tilefni af evrópskri samgönguviku er búið að opna athugasemdavef fyrir hjólastíga í Kópavogi.  Hér geta áhugasamir um góðar hjólreiðasamgöngur í Kópavogi komið með sínar athugasemdir og ábendingar. Læt hér fylgja með hlekki inn á þessar síður.  En annars hægt að nálgast á www.kopavogur.is Athugasemdafrestur við tillögur sem gerðar hafa verið er til  16. október 2011.

 

http://www.kopavogur.is/stjornsyslan/frettir-og-utgefid-efni/frettir/nr/2970

 

http://www.tryggvi.org/kophjol/index.php/Sk/Sk

 

http://www.tryggvi.org/kophjol/index.php/Sk/Smari

 

Vil sérstaklega vekja athygli íbúa alls staðar í Kópavogi á því að þegar komast þarf á hjóli upp í efri byggðir Kópavogs frá Kópavogsdal – Vesturbæ liggur leiðin í gegnum umferðaræðarnar við Smáralind. Okkur er bent á að hjóla yfir í Garðabæ ef við ætlum að fara beint upp að Nónhæð og yfir í Glaðheimasvæðið og þaðan upp í t.d. Guðmundarlund.  Það er auðvitað sjálfsagt að treysta á að hjóla áfram úr einu bæjarfélagi og yfir í annað á lengri ferðum en að þurfa að hjóla út úr sínu bæjarfélagi í lengri lykkjur til að komast leiðar sinnar í eigin bæjarfélagi er líklega ekki það sem byggja ætti á.

 

Endilega skoðið kortin og hafið skoðun á því hvaða leiðir má bæta.

 

Bestu kveðjur – Guðrún

 

Erindi KS-verktaka og andsvar stjórnar Betri Nónhæðar

mars 15th, 2011

Erindi KS-verktaka

KS-verktakar sendu til bæjarráðs bréf og teikningar þar sem lagt er til að breyta skipulagi Nónhæðar og byggja þar blokkir. Í bréfinu er vísað til atvinnuástands á byggingamarkaði sem góðrar ástæðu fyrir því að breyta landnotkun.

Andsvar stjórnar Betri Nónhæðar

Kópavogi 1. mars 2011

Bæjarráð Kópavogs

Í fundargerð Bæjarráðs frá 10. febrúar síðast liðnum kemur fram að KS verktakar hafi sent bæjarráði tillögu að skipulagi á Nónhæð. Bæjarráð vísar tillögunni til skipulagsnefndar til úrvinnslu.

Í nóvember 1991 var samþykkt deiliskipulag Nónhæðar. Með samþykkt deiliskipulagsins varð til samningur um skipulag milli bæjaryfirvalda og væntanlegra íbúa í Nónhæð. Bæjaryfirvöld sáu til þess að verktakar sem byggðu í umboði lóðahafa og verktakar sem byggðu íbúðir til sölu fylgdu skilmálum samningsins. Bæjaryfirvöld hafa falið skipulags­nefnd og byggingarnefnd að gæta þess að núverandi íbúar Nónhæðar fari eftir skilmálum samningsins.

KS verktakar vilja ekki una skilmálum samningsins sem aðrir eru og hafa verið bundnir af. Þó var fyrirtækinu fullkunnugt um skilmála samningsins þegar fyrirtækið keypti skipulagsreitinn Arnarsmára 36 árið 2002.

Við sem erum íbúar í Nónhæð og höfum gengið að skilmálum samningsins um skipulag Nónhæðar gerum ráð fyrir að bæjaryfirvöld standi við sinn hluta samningsins og gæti þess að KS verktakar virði samninginn. Á skipulagsreitnum Arnarsmári 36 er samkvæmt þéttbýlisuppdrætti með aðalskipulagi gert ráð fyrir svæði fyrir þjónustustofnanir og opnu svæði til sérstakra nota.

KS verktakar hafa með alls kyns skipulagshugmyndum reynt að knýja á um breytingar á skipulagi Nónhæðar. Á aðalfundi íbúasamtakanna Betri Nónhæð var samþykkt ályktun (sjá fylgiskjal) um að standa vörð um óbreytt aðalskipulag. Við trúum því að bæjaryfir­völd standi með íbúum og taki ekki stundarhagsmuni verktaka fram yfir hagsmuni íbúa Nónhæðar.

F.h. Stjórnar íbúasamtakanna Betri Nónhæð

Guðrún Benediktsdóttir
Brekkusmára 2

Samhljóða bréf sent:
Skipulagsnefnd Kópavogs
Skipulagsstjóri Kópavogs, Birgir H. Sigurðsson

 

Fylgiskjal með bréfi til Bæjarráðs Kópavogs, dagsett 1. mars 2011

Á aðalfundi íbúasamtakanna Betri Nónhæð, sem var haldinn í Smáraskóla þann 14. apríl 2010, var eftirfarandi ályktun samþykkt með 16 atkvæðum gegn 6:

Samkvæmt aðalskipulagi Kópavogs 2000-2012 er gert ráð fyrir svæði fyrir þjónustustofnanir og opnu svæði til sérstakra nota á Nónhæð. Samkvæmt deiliskipulagi frá 1991 er gert ráð fyrir útivistarsvæði sem er 90% af kolli Nónhæðar.

Þetta hefur þeim átt að vera ljóst sem fjárfestu á kolli Nónhæðar. Fyrir nokkrum vikum endurtók fjárfestirinn kröfu um breytt alskipulag og gerði enn eina tillögu að deiliskipulagi fyrir tröllvaxna íbúðabyggð á kolli Nónhæðar. Tillaga hans er ekki í neinu samræmi við fyrirheit um útivistasvæði né önnur mannvirki í gildandi aðalskipulagi og deiliskipulagi fyrir koll Nónhæðar.

Enn einu sinni þurfa íbúar í Nónhæð og næsta nágrennis að andæfa gegn óraunhæfum skipulagstillögum fjárfestisins sem er rekinn áfram af sérgæsku. Enn einu sinni ætlast fjárfestirinn til þess að hann fái arð af áhættufjárfestingu sinni en íbúar aðliggjandi byggða þoli umhverfisrask og ágang aukinnar umferðar að öðrum kosti leysi bæjarfélagið til sín áhættufjárfestingu hans.

Aðalfundur íbúasamtakanna Betri Nónhæð lýsir eindreginni andstöðu við tillögur um íbúðabyggð á Nónhæð, sem lagðar voru fram í Skipulagsnefnd 16. mars síðast liðinn. Fundurinn hvetur fulltrúa í Skipulagsnefnd og kjörna fulltrúa íbúa í bæjarstjórn til að hafna tillögu fjárfestisins um tröllvaxna íbúðabyggð og fullkomið virðingarleysi fyrir útivistarsvæði á kolli Nónhæðar.

til_baejarrads_kopavogs_2011_03_01 (PDF)

Umsögn bæjarráðs vegna andsvars

Bæjarráð – 2585

Haldinn í í Fannborg 2, fundarherbergi á millilofti,
3.3.2011 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Guðríður Arnardóttir formaður, Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi, Rannveig H Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi, Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi, Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi, Ómar Stefánsson áheyrnarfulltrúi, Guðný Dóra Gestsdóttir aðalfulltrúi, Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri og Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon, bæjarritari

22. 1102108 – Arnarsmári 36. Tillaga að deiliskipulagi
Frá stjórn íbúasamtakanna Betri Nónhæð, dags. 1/3, varðandi erindi í bæjarráði 10/2 sl. um skipulag á Nónhæð, sem vísað var til skipulagsnefndar til úrvinnslu.
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

„“Meirihluti bæjarráðs bendir á að vinna við aðalskipulag er í gangi.  Aðalskipulag Kópavogs verður mótað í samstarfi við íbúa bæjarins og út frá þeirra hagsmunum.

Guðríður Arnardóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Guðný Dóra Gestsdóttir, Rannveig Ásgeirsdóttir““

Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til úrvinnslu.

 

Hver fer með skipulag Nónhæðar?

september 14th, 2009

Ágæti íbúi Nónhæðar

Kristján Snorrason hefur, fyrir hönd KS-verktaka, boðað íbúa Foldarsmára 2-22 til „samráðsfundar um skipulag Nónhæðar“¹. Boð Kristjáns um samráð er merkingarlaust nema hann ráði skipulagi Nónhæðar².

Samkvæmt Skipulags- og byggingarlögum fer skipulagsnefnd með skipulagsmál undir yfirstjórn sveitarstjórnar. Stjórn samtakanna Betri Nónhæð hefur átt fund með sviðsstjóra Skipulags- og umhverfissviðs Kópavogs um skipulagsmál svæðisins. Nýlega óskaði sviðsstjórinn eftir framhaldi viðræðna. Stjórnin tók ósk sviðsstjórans vel en með ákveðnum fyrirvörum þó. Þrátt fyrir þetta
boðar Kristján Snorrason samráðsfund um skipulag Nónhæðar með íbúum Foldarsmára 2-22. Af þessum sökum hyggst stjórn samtakanna kanna hjá skipulagsyfirvöldum Kópavogs hvort Kristján Snorrason:

  1. Hafi umboð Bæjarstjórnar eða Skipulagsnefndar Kópavogs til að fara með skipulag Nónhæðar í samráði við fundarmenn?
  2. Vinni skipulag Nónhæðar í samráði við fundarmenn, með þegjandi samþykki Bæjarstjórnar eða Skipulagsnefndar Kópavogs?
  3. Vinni skipulag Nónhæðar með velþóknun Bæjarstjórnar eða Skipulagsnefndar Kópavogs í samráði við fundarmenn?
  4. Auglýsi, átölulaust af hálfu Bæjarstjórnar eða Skipulagsnefndar Kópavogs, að hann leiti ráða hjá fundarmönnum og hyggist breyta skipulagi Nónhæðar ef honum geðjast ráð þeirra?
  5. Hafi loforð skipulagsyfirvalda í Kópavogi um að breytingar á aðalskipulagi verði auglýstar þrátt fyrir að skilyrði 5. málsliðar 16. greinar Skipulags og byggingarlaga³ séu ekki uppfyllt?

Fyrir hönd stjórnar samtakanna Betri Nónhæð
Ásmundur Hilmarsson

1) Sjá viðhengi: KS fundarbod 090908.
2) „Allt land innan Fífuhvammsvegar, Smárahvammsvegar og Arnarnesvegar er
talið með í flatarmáli Nónhæðar.“, Aðalskipulag Kópavogs 2000-2012, bls 18
3) „Þegar að loknum sveitarstjórnarkosningum metur sveitarstjórn hvort
ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið. Um málsmeðferð á endurskoðaðri
áætlun fer sem um gerð nýs aðalskipulags væri að ræða.“

Jarðrask á Nónhæð

nóvember 28th, 2008

Komið þið sæl öll.

Það eru e.t.v. margir sem hafa séð jarðrask það sem er á Nónhæð hjá leikskólanum.  Þarna ætluðu KS verktakar ehf. að gera geymslusvæði fyrir vinnuvélar og ýmis tæki.  Ekki þarf að taka það fram að þetta er algjörlega ólöglegt og hefur byggingafulltrúi stoppað þessar framkvæmdir.

Send hafa verið formleg mótmæli inn á fund Bæjarráðs með vísan í gildandi aðalskipulag og var það erindi tekið fyrir fimmtudaginn 27. nóvember 2008 eftir því sem best er vitað.  Þar er þessu jarðraski harðlega mótmælt og farið fram á að verktakanum verði gert at slétta úr og tyrfa svæðið.

Beðið er niðurstöðu frá þessum fundi en hægt verður er að skoða fundargerð bæjarráðs á vef Kópavogsbæjar.  Við munum senda til ykkar niðurstöðu bæjarráðsfundarins og hvaða afgreiðslu þetta mál fær í framhaldinu.

Einnig viljum við benda fólki sem áhuga hefur á skipulagsmálum að hlusta á þátt sem heitir Krossgötur og er á rás 1 í Ríkisútvarpinu  kl 13:00 nk laugardag 29. nóvember.  Þar verður fjallað um skipulagsmál og íbúasamtök.  Einnig er hægt að hlusta á þennan þátt og eldri þætti á vefútvarpi ríkisútvarpsins.  Mikið hefur verið fjallað um skipulagsmál í þessum þætti.

Bestu kveðjur

Guðrún Benediktsdóttir
Formaður íbúasamtakanna Betri Nónhæð

Nónhæð og Lindarhverfi

ágúst 31st, 2008

Nú styttist í lok umsagnarfrestsins um Glaðheimasvæðið.

Ég hvet alla til þess að kynna sér gögn málsins og geta aths. Fyrir 9. Sept. n.k.

Sjá meðfylgjandi hlekk sem vísar á umhverfisskýrslu á heimasíðu bæjarins kopavogur.is. Ef það gengur ekki, farðu þá inn á www.kopavogur.is > Framkvæmdir/skipulag > Bæjarskipulag > Skipulag í kynningu.

http://www.kopavogur.is/files/Umhverfisskyrsla_Gladheimar_adalskipulag_%20juli08_fyrir_auglysingu.pdf

Inni í tillögunni um Glaðheimasvæðið er FALIN tillaga að einhverri mestu breytingu á gatnakerfi Kópavogs í langan tíma. 10-12 akreinar þ.e. 5-6 í hvora átt er það sem stefnt er að hjá bæjaryfirvöldum því þau hafa sett það mikið magn bygginga/skrifstofu og íbúðarýmis inn á þetta svæði að umferðarspekingar telja enga aðra lausn en þessa.

Þetta hefur áhrif á íbúa beggja vegna Reykjanesbrautar frá Breiðholtsbraut að Arnarnesvegi!!!

Inn í þessa auglýsingu vantar upplýsingar um umferð sem bærinn lagði fram í kynningu á Svæðisskipulagi síðastliðið haust.  Hvet ykkur til þess að kynna ykkur þetta og leita frekari upplýsinga hjá Skipulagsyfirvöldum Kópavogs.

Fyrirspurn kom um mælingar á lóðamörkum hér á Nónhæðinni.  Ég hef ekki fengið aðrar fregnir af þessu en frá ykkur íbúum.  Ef þið fréttið e.ð. deilið því endilega með okkur á nonhaed@betra.is

Bestu kveðjur,
Árni formaður stjórnar Betri Nónhæðar.

Fundur um skipulagsmál

janúar 10th, 2008

Stjórn íbúasamtakanna Betri Nónhæð mætti á fund hjá Skipulagsstjóra Kópavogs (ásamt fulltrúum og eigendum lóðanna) seinnipartinn í dag til þess að berja augum breyttar tillögur verktaka.  Að vísu voru það aðeins KS verktakar sem kynntu nýjar tillögur fyrir lóðina á Nónhæð en eigandi lóðarinnar að Arnarsmára 32 var með sömu tillögur og kynntar voru s.l. sumar en þeir sýndu hins vegar nýja skuggaútreikninga!

Tillögur KS verktaka gera nú ráð fyrir 170 íbúðum og lægri húsum; hæsta húsið  verði um 8 hæðir.  Gert er ráð fyrir að bílastæði verði að mestu neðanjarðar en hins vegar verði aðkomuleiðir/akstursleiðir inn á reitinn þær sömu þ.e. um Smárahvammsveg og Arnarsmára.

Það er vægt til orða tekið þegar sagt er að þessar tillögur KS verktaka hafi fallið í grýttan jarðveg hjá stjórn Betri Nónhæðar.  Ljós er að það sem kynnt var er ekki í nokkru samhengi við þær óskir sem íbúar hafa sett fram um þennan reit!   Næsta skref stjórnarinnar verður að funda með Skipulagsstjóra Kópavogs þar sem farið verður yfir þá stöðu sem nú er uppi.

Um tillöguna á lóð Arnarsmára 32 þarf fjalla aðeins nánar um hér!  Byrjum á þessu:

Fréttatilkynning frá Þór Jónssyni upplýsingafulltrúa Kópavogsbæjar þann 21. ágúst 2007:

FRÉTTATILKYNNING
Skipulagsnefnd Kópavogsbæjar hafnaði á fundi sínum síðdegis í dag skipulagstillögum á Nónhæð og Arnarsmára 32. Ákvörðunin tekur til allra þriggja skipulagsstiga.
Nefndin samþykkti að fela bæjarskipulagi að yfirfara athugasemdir sem borist hafa vegna tillagnanna.
Kópavogi, 21. ágúst 2007

Í framhaldi af þessu er rétt að spyrja bæði Skipulagsstjóra Kópavogs og eiganda lóðarinnar hvort ekki hafi verið ætlunin að taka mark á ákvörðun skipulagsnefndar frá því í sumar?!
Hvernig stendur á því að Skipulagsstjóri greini frá því á fundinum að Skipulagsnefnd hafi talið að tillögurnar væru tækar til kynningar þegar um sömu tillögu er að ræða?!  Tillögum beggja lóðanna var hafnað af skipulagsnefnd og það er því algjörlega útilokað að íbúar taki sömu gömlu tillögu að deiliskipulagi Arnarsmára 32 aftur til umfjöllunar!

Brú yfir Nýju-Kópavogsgjá

nóvember 20th, 2007

Ágæti skipulagsstjóri Kópavogs
og eftir atvikum skipulagsnefnd

Sem íbúi á Nónhæð/Arnarsmára vil ég nú bera upp við þig/ykkur tvö erindi. Annarsvegar um áskilda deiliksipulagskynningu brúar á gatnamótum Arnarnesvegar og Reykjanesbrautar sem Vegagerðin hefur nú þegar boðið út án undangenginnar slíkar kynningar og hinsvegar um hvenær sé að vænta svara þinna við athugsemdum íbúa í Nónhæð frá í sumar.

1. Hvenær og hvernig er gert ráð fyrir að íbúar geti komið að sjónarmiðum sínum varðandi hönnun og deiliskipulag brúar á gatnamótum Arnarnesvegar og Reykjanesbrautar milli Nónhæðar og Hnoðraholts?
Á fréttasíðu í Morgunblaðinu í gær 19. nóvember 2007 er greint frá því að búið sé að bjóða út brúargerð eftir Arnarnesvegi yfir Reykjanesbraut milli Nónhæðar og Hnorðarholts þ.e. frá sjónarhól Kópavogsbúa tentinguna milli Nónhæðar og Gustsvæðis þar sem fyrirhuguð er mikil uppbygging athafnahúsnæðis en einnig eru þar fyrir reiðleiðir sem breyta má í samfelldar göngu- og hjólaleiðir alla leið að Elliðavatni og áfram.
Við athugun og fyrirspurnir hjá Vegagerðinni kemur í ljós að í þeirra hönnun er ekki gert ráð fyrir brúarleið fyrir gangandi vegfarendum á þessu umferðamannvirki eða á annari brú í tengslum við það sem þó tengir saman mikilvæga bæjarhluta yfir hina nýju Kópavogsgjá. Gangandi vegfarendum verður ætlað að fara yfir í Garðabæ niður brekkuna og undir veginn í undirgöng og upp brekkuna aftur hinum megin.
Að mínu viti er þetta eins og ef við gerð Harnfarfjarðarvegarins og Hamraborgar-brúnna (beggja) hefði ekki verið gert ráð fyrir gangandi vegfarendum eftir brúnnum heldur lægi leiðin fyrir gangandi milli Kirkjuholtsins og Hamraborgarinnar niður brekkuna í undirgöng undir Hafnarfjarðarveginn og svo aftur upp hinum megin.
Allir sjá hvílík fyrr það væri.
– Nú byggja menn yfir hraðbrautir fyrir bílastæði milli Smáratorgs og Smáralindar, og mikilvægi samfelldra og hindrunarlausra samgangna gangandi yfir Kópavogsgjánna hefur aldrei verið ljósari. – En þá ætla menn að sleppa gangandi við hönnun brúar yfir hina nýju Kópavogsgjá milli Nónhæðar og Gustssvæðisins.
-Mér er kunnugt að Skipulagsstofnun hefur bent skrifstofu yðar á að þessi brú sé deiliskipulagsskyld. Slíkt ferli gefur íbúum tækifæri til að koma að sjónarmiðum sem hönnuðum stundum einfaldelga yfirsést. Hvenær má vænta þess að deiliskipulags-kynning brúarmannvirkjanna fari fram, og hvað þá um útboð Vegagerðarinnar?

2. Á fundi með íbúum Smárahverfis í Smáraskóla í sumar þar sem þú hvattir íbúana til að skila inn athugasemdum við tillögur ykkar að breyttu skipulagi á Nónhæð ítrekaðir þú all oft að þú og skrifstofa þín myndi svara ýtarlega og efnislega  öllum athugsemdum sem berast myndu. Ég er einn þeirra sem sendi inn athugasemdir og lagði þó nokkra vinnu í gerð þeirra. Hvenær er svara þinna við þeim athugasemdum að vænta?

Kópavogi 20. Nóvember 2007
Virðingarfyllst; Helgi J Hauksson