Sarpur fyrir ‘Glaðheimar’ flokkur

Kynningarfundur vegna Glaðheima

júní 28th, 2009

Sæl öll

Eins og þið hafið kannski tekið eftir þá auglýsti skipulagsstjóri Kópavogs, í dagblöðunum á laugardag, kynningarfund vegna Glaðheimasvæðisins n.k. þriðjudag.

Að vanda sjá þeir (fulltrúar Kópavogsbæjar) sér ekki annað fært en að auglýsa jafn mikilvægar breytingar á skipulagi þegar flestir eru farnir í sumarfrí.

Fyrir nokkrum dögum síðan rann út frestur til þess að gera athugasemdir við skipulagið og nú á að kynna öll herlegheitin, 30 hæða turn með meiru.

Glaðheimasvæðið er ekki bara umhugsunarefni fyrir íbúa Lindarhverfis heldur einnig alla þá sem búa í og við Kópavogsdalinn.

Ég hvet alla sem eiga kost á því að, mæta á fundinn og gera athugasemdir við þessar „kreppu hugmyndir“.

Kv. Árni Jónsson

Athugasemdir stjórnar vegna Glaðheima

september 24th, 2008

Athugasemdir stjórnar íbúasamtakanna Betri Nónhæð við tillögu um breytingar á aðalskipulagi Glaðheimasvæðis.

Glaðheimar – Andmæli íbúas Betri Nónhæð

Umferð vegna Glaðheima

september 14th, 2008

Upplýsingar um umferðarsköpun við Glaðheimasvæðið og samanburður við Reykjanesbraut.

Reykjanesbraut_ við_Dalveg_klst_umferð_2007

Nónhæð og Lindarhverfi

ágúst 31st, 2008

Nú styttist í lok umsagnarfrestsins um Glaðheimasvæðið.

Ég hvet alla til þess að kynna sér gögn málsins og geta aths. Fyrir 9. Sept. n.k.

Sjá meðfylgjandi hlekk sem vísar á umhverfisskýrslu á heimasíðu bæjarins kopavogur.is. Ef það gengur ekki, farðu þá inn á www.kopavogur.is > Framkvæmdir/skipulag > Bæjarskipulag > Skipulag í kynningu.

http://www.kopavogur.is/files/Umhverfisskyrsla_Gladheimar_adalskipulag_%20juli08_fyrir_auglysingu.pdf

Inni í tillögunni um Glaðheimasvæðið er FALIN tillaga að einhverri mestu breytingu á gatnakerfi Kópavogs í langan tíma. 10-12 akreinar þ.e. 5-6 í hvora átt er það sem stefnt er að hjá bæjaryfirvöldum því þau hafa sett það mikið magn bygginga/skrifstofu og íbúðarýmis inn á þetta svæði að umferðarspekingar telja enga aðra lausn en þessa.

Þetta hefur áhrif á íbúa beggja vegna Reykjanesbrautar frá Breiðholtsbraut að Arnarnesvegi!!!

Inn í þessa auglýsingu vantar upplýsingar um umferð sem bærinn lagði fram í kynningu á Svæðisskipulagi síðastliðið haust.  Hvet ykkur til þess að kynna ykkur þetta og leita frekari upplýsinga hjá Skipulagsyfirvöldum Kópavogs.

Fyrirspurn kom um mælingar á lóðamörkum hér á Nónhæðinni.  Ég hef ekki fengið aðrar fregnir af þessu en frá ykkur íbúum.  Ef þið fréttið e.ð. deilið því endilega með okkur á nonhaed@betra.is

Bestu kveðjur,
Árni formaður stjórnar Betri Nónhæðar.

Brú yfir Nýju-Kópavogsgjá

nóvember 20th, 2007

Ágæti skipulagsstjóri Kópavogs
og eftir atvikum skipulagsnefnd

Sem íbúi á Nónhæð/Arnarsmára vil ég nú bera upp við þig/ykkur tvö erindi. Annarsvegar um áskilda deiliksipulagskynningu brúar á gatnamótum Arnarnesvegar og Reykjanesbrautar sem Vegagerðin hefur nú þegar boðið út án undangenginnar slíkar kynningar og hinsvegar um hvenær sé að vænta svara þinna við athugsemdum íbúa í Nónhæð frá í sumar.

1. Hvenær og hvernig er gert ráð fyrir að íbúar geti komið að sjónarmiðum sínum varðandi hönnun og deiliskipulag brúar á gatnamótum Arnarnesvegar og Reykjanesbrautar milli Nónhæðar og Hnoðraholts?
Á fréttasíðu í Morgunblaðinu í gær 19. nóvember 2007 er greint frá því að búið sé að bjóða út brúargerð eftir Arnarnesvegi yfir Reykjanesbraut milli Nónhæðar og Hnorðarholts þ.e. frá sjónarhól Kópavogsbúa tentinguna milli Nónhæðar og Gustsvæðis þar sem fyrirhuguð er mikil uppbygging athafnahúsnæðis en einnig eru þar fyrir reiðleiðir sem breyta má í samfelldar göngu- og hjólaleiðir alla leið að Elliðavatni og áfram.
Við athugun og fyrirspurnir hjá Vegagerðinni kemur í ljós að í þeirra hönnun er ekki gert ráð fyrir brúarleið fyrir gangandi vegfarendum á þessu umferðamannvirki eða á annari brú í tengslum við það sem þó tengir saman mikilvæga bæjarhluta yfir hina nýju Kópavogsgjá. Gangandi vegfarendum verður ætlað að fara yfir í Garðabæ niður brekkuna og undir veginn í undirgöng og upp brekkuna aftur hinum megin.
Að mínu viti er þetta eins og ef við gerð Harnfarfjarðarvegarins og Hamraborgar-brúnna (beggja) hefði ekki verið gert ráð fyrir gangandi vegfarendum eftir brúnnum heldur lægi leiðin fyrir gangandi milli Kirkjuholtsins og Hamraborgarinnar niður brekkuna í undirgöng undir Hafnarfjarðarveginn og svo aftur upp hinum megin.
Allir sjá hvílík fyrr það væri.
– Nú byggja menn yfir hraðbrautir fyrir bílastæði milli Smáratorgs og Smáralindar, og mikilvægi samfelldra og hindrunarlausra samgangna gangandi yfir Kópavogsgjánna hefur aldrei verið ljósari. – En þá ætla menn að sleppa gangandi við hönnun brúar yfir hina nýju Kópavogsgjá milli Nónhæðar og Gustssvæðisins.
-Mér er kunnugt að Skipulagsstofnun hefur bent skrifstofu yðar á að þessi brú sé deiliskipulagsskyld. Slíkt ferli gefur íbúum tækifæri til að koma að sjónarmiðum sem hönnuðum stundum einfaldelga yfirsést. Hvenær má vænta þess að deiliskipulags-kynning brúarmannvirkjanna fari fram, og hvað þá um útboð Vegagerðarinnar?

2. Á fundi með íbúum Smárahverfis í Smáraskóla í sumar þar sem þú hvattir íbúana til að skila inn athugasemdum við tillögur ykkar að breyttu skipulagi á Nónhæð ítrekaðir þú all oft að þú og skrifstofa þín myndi svara ýtarlega og efnislega  öllum athugsemdum sem berast myndu. Ég er einn þeirra sem sendi inn athugasemdir og lagði þó nokkra vinnu í gerð þeirra. Hvenær er svara þinna við þeim athugasemdum að vænta?

Kópavogi 20. Nóvember 2007
Virðingarfyllst; Helgi J Hauksson