Sarpur fyrir nóvember, 2008

Jarðrask á Nónhæð

nóvember 28th, 2008

Komið þið sæl öll.

Það eru e.t.v. margir sem hafa séð jarðrask það sem er á Nónhæð hjá leikskólanum.  Þarna ætluðu KS verktakar ehf. að gera geymslusvæði fyrir vinnuvélar og ýmis tæki.  Ekki þarf að taka það fram að þetta er algjörlega ólöglegt og hefur byggingafulltrúi stoppað þessar framkvæmdir.

Send hafa verið formleg mótmæli inn á fund Bæjarráðs með vísan í gildandi aðalskipulag og var það erindi tekið fyrir fimmtudaginn 27. nóvember 2008 eftir því sem best er vitað.  Þar er þessu jarðraski harðlega mótmælt og farið fram á að verktakanum verði gert at slétta úr og tyrfa svæðið.

Beðið er niðurstöðu frá þessum fundi en hægt verður er að skoða fundargerð bæjarráðs á vef Kópavogsbæjar.  Við munum senda til ykkar niðurstöðu bæjarráðsfundarins og hvaða afgreiðslu þetta mál fær í framhaldinu.

Einnig viljum við benda fólki sem áhuga hefur á skipulagsmálum að hlusta á þátt sem heitir Krossgötur og er á rás 1 í Ríkisútvarpinu  kl 13:00 nk laugardag 29. nóvember.  Þar verður fjallað um skipulagsmál og íbúasamtök.  Einnig er hægt að hlusta á þennan þátt og eldri þætti á vefútvarpi ríkisútvarpsins.  Mikið hefur verið fjallað um skipulagsmál í þessum þætti.

Bestu kveðjur

Guðrún Benediktsdóttir
Formaður íbúasamtakanna Betri Nónhæð