Sarpur fyrir júní, 2009

Kynningarfundur vegna Glaðheima

júní 28th, 2009

Sæl öll

Eins og þið hafið kannski tekið eftir þá auglýsti skipulagsstjóri Kópavogs, í dagblöðunum á laugardag, kynningarfund vegna Glaðheimasvæðisins n.k. þriðjudag.

Að vanda sjá þeir (fulltrúar Kópavogsbæjar) sér ekki annað fært en að auglýsa jafn mikilvægar breytingar á skipulagi þegar flestir eru farnir í sumarfrí.

Fyrir nokkrum dögum síðan rann út frestur til þess að gera athugasemdir við skipulagið og nú á að kynna öll herlegheitin, 30 hæða turn með meiru.

Glaðheimasvæðið er ekki bara umhugsunarefni fyrir íbúa Lindarhverfis heldur einnig alla þá sem búa í og við Kópavogsdalinn.

Ég hvet alla sem eiga kost á því að, mæta á fundinn og gera athugasemdir við þessar „kreppu hugmyndir“.

Kv. Árni Jónsson