Sarpur fyrir september, 2007

Kársnes

september 1st, 2007

Mánudaginn 3. september n.k. rennur út frestur sem íbúar Kársness (og alls Kópavogs) hafa til að gera athugasemdir við fyrirliggjandi skipulagstillögur. Kársnessamtökin sýndu okkur hér á Nónhæðinni mikinn stuðning þegar við skiluðum inn okkar mótmælalistum því þau sendu líka inn lista með yfir 50 nöfnum íbúa Kársness!

Við hvetjum því ALLA íbúa hér til þess að kynna sér málið á www.karsnes.is og sýna þeim samstöðu og senda inn mótmæli fyrir 3. september n.k. til skipulagsstjóra Kópavogs ( skipulag@kopavogur.is ).