Sarpur fyrir janúar, 2013

Dreifibréf vegna tillögu að aðalskipulagi

janúar 28th, 2013

Stjórn Betri Nónhæðar dreifði sunnudaginn 27. janúar 2013 neðangreindu dreifibréfi í allar íbúðir Smárahverfis ofan Fífuhvammsvegar þar sem athugasemdir eru gerðar við tillögu að aðalskipulagi.

Bréfið er hægt að prenta út hér af vefnum sömuleiðis, undirrita og senda inn fyrir 3. febrúar næstkomandi. Einnig er hægt að gera eigin athugasemdir og skila inn.

Skjöl:

 

Athugasemdum skal skilað til:

Skipulagsstjóri
Birgir H. Sigurðsson
Fannborg 2
200 Kópavogur

eða í tölvutæki formi til skipulag@kopavogur.is eða birgir@kopavogur.is

Fundur vegna aðalskipulags

janúar 16th, 2013

Fimmtudaginn 17. janúar 2013 er fundur í Hörðuvallaskóla klukkan 17:00 um tillögu að nýju aðalskipulagi Kópavogs.

Þar verður byggt á Nónhæð á núverandi óræktarsvæði (Bahá-ía svæðið) og auk þess verður núverandi grænu svæði sem inniheldur fótboltavöll, körfuboltaspjald og öruggustu sleðabrekku hverfisins fórnað fyrir fjölbýlishús (sjá rauðan hring á myndinni).

Við hvetjum fólk til að mæta og segja skoðun sína á þessum breytingum.

Stjórn Betri Nónhæðar