Sarpur fyrir nóvember, 2012

Mótmæli stjórnar vegna deiliskipulagstillögu á Nónhæð

nóvember 15th, 2012

Birgir H. Sigurðsson  Skipulagsstjóri Kópavogs  og aðrir sem málið varðar.

Stjórn íbúasamtakanna Betri Nónhæð mótmælir harðlega breytingum á landnotkun á kolli Nónhæðar sem fram koma í drögum að breytingum á Aðalskipulagi Kópavogs og kynnt voru 1. Nóvember sl.

Þar er verið að kynna drög sem kollvarpa landnotkun í gildandi aðalskipulagi sem gerir ráð fyrir svæði fyrir þjónustustofnanir og opnu svæði til sérstakra nota.  Í drögum að nýju Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 er gert ráð fyrir að landnotkun á kolli Nónhæðar verði  breytt í svæði fyrir íbúðabyggð.

Einkenni gildandi deiliskipulags þessa svæðis er opið svæði   Samkvæmt deiliskipulaginu er opið svæði um 90% af reitnum á kolli Nónhæðar en tilbeiðsluhús u.þ.b. 10%.  Í bæklingnum ÚTIVISTARSVÆÐI KÓPAVOGS, Bæjarskipulag Kópavogs 1998, segir um Nónhæð:  Eitt eiginlegt útivistarsvæði er í hverfinu sem teygir sig frá Fífuhvammsvegi upp að hringtorgi við Arnarsmára, auk smærri leiksvæða og opnu svæði efst á hæðinni í eigu Baháí á Íslandi.

Drög að breytingum á aðalskipulagi og nýjar hugmyndir að deiliskipulagi á kolli Nónhæðar, sem hafa verið kynntar á fundi með  hverfisráði Smárans, kollvarpa landnotkun samkvæmt gildandi skipulagi.

Að mati stjórnar íbúasamtakanna Betri Nónhæð er óásættanlegt að deiliskipulagt opið svæði á kolli Nónhæðar verði tekið undir íbúðabyggingar.

 

F.h. stjórnar íbúasamtakanna Betri Nónhæð

Guðrún Benediktsdóttir

s. 897 2058

Breytingar á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024

nóvember 11th, 2012

Nú er áríðandi að allir kynni sér hvað fellst í breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024.

Vil vekja athygli á að í drögum sem kynnt voru á fundi í Hörðuvallaskóla 1.nóv sl. Þar er m.a. gert ráð fyrir „breyttri landnotkun á Nónhæð svo hægt sé að gera þar íbúðabyggð“.  Sjá nýjustu útgáfu skipulagsyfvalda í viðhengi og er rétt að geta þess að stjórn íbúasamtakanna hefur ekki séð þetta áður.  Vek athygli á grein í Kópavogsblaðinu sem barst okkur fimmtudaginn  9. Nóv  um fundinn.    Einnig benda á heimasíðu Kópavogs vegna þessa.  Skipulagsyfirvöld óska eftir tillögum eða athugasemdum fyrir 15. nóvember nk. 

Hér er kynningin:         Kynning í Hörðuvallaskóla (PDF

Nú hafa verið fundir með hverfaráðum.  Það fást engin svör um hverjir eru í þessum hverfaráðum.   Notast er við slembiúrtak úr þjóðskrá en eftir því sem næst verður komist er ennþá verið að hringja í fólk útaf þessu svo það er undarlegt að hægt sé að halda fundi í október ef ekki var búið að ná í fólk.  Tillaga um hverfaráð kom fyrst fram 1. Mars 2012  Íbúasamtök eru ekki aðilar að þessum hverfaráðum.  10 manns eiga að vera í Hverfaráði Smárans en samtals 80 manns í fimm hverfum.

Fundargerð frá fundi með hverfaráði Smára. Smarans-fundur-8.-okt-2012       Stjórn Íbúasamtakanna Betri Nónhæð hefur ekki fengið kynningu á þessum breytingum sem ræddar voru á þessum fundi.

 Hér er svo síða Kópavogsbæjar og þar eru fundargerðir annarra funda. http://www.kopavogur.is/thjonusta/umhverfi-og-skipulag/skipulagsmal/endurskodun-adalskipulags-og-stadardagskrar-21/

Einnig eru fyrirhugaðar breytingar á svæðinu sunnan Smáralindar þar sem þvottastöðin er nú og gert er ráð fyrir blandaðri byggð íbúða, verslunar og þjónustu.  Þessar breytingar skipta okkur einnig miklu máli.

Endilega skoðið þetta vandlega því þessar breytingar skipta okkur öll máli.  Það er áríðandi að þið sendið ykkar tillögur og/eða athugasemdir t.d. með tölvupósti á birgir@kopavogur.is eðaskipulag@kopavogur.is

Guðrún Benediktsdóttir

Formaður íbúasamtakanna Betri Nónhæð

Sími 897 2058

gudrunben@simnet.is