Sarpur fyrir október, 2011

Samráðsfundur í Lindaskóla

október 31st, 2011

Stjórn Íbúasamtakanna mætti í Lindaskóla þann 27. október til fundar við fulltrúa úr skipulagsnefnd bæjarins, embættismenn og aðra fulltrúa íbúasamtaka í Kópavogi. Þetta var samráðsfundur vegna nýs aðalskipulags þar sem fulltrúar íbúasamtakanna komu á framfæri hvað þau teldu vera kosti, galla og tækifæri fyrir Kópavog næstu 20 árin.

Slíkir samráðsfundir munu verða fleiri með öðrum aðilum, starfsmönnum bæjarins, hagsmunasamtökum og fleirum.

Athugasemdavefur fyrir hjólastíga

október 8th, 2011

Komið þið sæl

 

Langar að vekja athygli á að í tilefni af evrópskri samgönguviku er búið að opna athugasemdavef fyrir hjólastíga í Kópavogi.  Hér geta áhugasamir um góðar hjólreiðasamgöngur í Kópavogi komið með sínar athugasemdir og ábendingar. Læt hér fylgja með hlekki inn á þessar síður.  En annars hægt að nálgast á www.kopavogur.is Athugasemdafrestur við tillögur sem gerðar hafa verið er til  16. október 2011.

 

http://www.kopavogur.is/stjornsyslan/frettir-og-utgefid-efni/frettir/nr/2970

 

http://www.tryggvi.org/kophjol/index.php/Sk/Sk

 

http://www.tryggvi.org/kophjol/index.php/Sk/Smari

 

Vil sérstaklega vekja athygli íbúa alls staðar í Kópavogi á því að þegar komast þarf á hjóli upp í efri byggðir Kópavogs frá Kópavogsdal – Vesturbæ liggur leiðin í gegnum umferðaræðarnar við Smáralind. Okkur er bent á að hjóla yfir í Garðabæ ef við ætlum að fara beint upp að Nónhæð og yfir í Glaðheimasvæðið og þaðan upp í t.d. Guðmundarlund.  Það er auðvitað sjálfsagt að treysta á að hjóla áfram úr einu bæjarfélagi og yfir í annað á lengri ferðum en að þurfa að hjóla út úr sínu bæjarfélagi í lengri lykkjur til að komast leiðar sinnar í eigin bæjarfélagi er líklega ekki það sem byggja ætti á.

 

Endilega skoðið kortin og hafið skoðun á því hvaða leiðir má bæta.

 

Bestu kveðjur – Guðrún