Ólafsvíkuryfirlýsingin

september 12th, 2009 eftir Íbúasamtökin Skildu eftir svar »

Á fundi bæjarstjórnar þann 28. júlí var einróma samþykkt að fela bæjarstjóra að undirrita Ólafsvíkuryfirlýsinguna. Með því að samþykkja hana heitir bæjarstjórnin því að leggja sitt af mörkum til sjálfbærrar þróunar, meðal annars með því að virkja íbúa, félagasamtök og aðra í verkefnum sem tengjast Staðardagskrá 21.

Það er einlæg von íbúanna að bæjaryfirvöld standi við þetta og hafi samráð við íbúa og félagasamtök þeirra, það er engin tilviljun að íbúasamtök hafa risið upp í Kópavogi undanfarin ár vegna einhliða ákvarðana bæjaryfirvalda.

Be Sociable, Share!
Auglýsing

Lokað er fyrir athugasemdir.