Sarpur fyrir júlí, 2007

Samþykkt eða ekki samþykkt?!

júlí 4th, 2007

Eftir kynningarfundinn í síðustu viku ríkir nokkur óvissa um stöðu þeirra deiliskipulagstillagna sem kynntar hafa verið af Nónhæðinni og Arnarsmára 32.
Það kemur skýrt fram að bæjarstjórn (sem hefur síðasta orðið) er þegar búin að samþykkja deiliskipulag lóðar við Arnarsmára 32 sbr. fundargerð þann 22. maí 2007.
Hvað þýðir sú samþykkt???

Þá hefur bæjarráð samþykkt breytingu á svæðisskipulagi, aðalskipulagi og deiliskiplagi Nónhæðar!  Hvað felur það í sér???

Það er rétt að skipulagsstjóri bæjarins gefi okkur íbúum skriflega skilgreiningu/útskýringu á því sem samþykkt hefur verið þannig að íbúar skilji það sem við er átt (þessu verður komið til skipulagsstjóra!).
Svarið verður síðan birt hér á síðunni.

Sjá nánari upplýsingar um fundargerðir.