Tillögur bæjarstjórnar um skipulag á kolli Nónhæðar

september 10th, 2017 eftir asmundur Engar athugasemdir »

Bæjarstjórn Kópavogs hefur auglýst tillögur að allt að 140 íbúða byggð í þremur fjölbýlishúsum á kolli Nónhæðar. Eitt þeirra er meira en 70 metra yfir sjávarmáli. Leikskólinn er 55 metrum yfir sjávarmáli. Smelltu hér til að skoða tillöguna nánar! 

Svona mundi hæð húsa vera ef tillaga bæjarstjórnar væri um þriggja hæða hús og gólfplata fyrstu hæðar væri 51 metra yfir sjávarmáli.

Breyting á aðalskipulagi

Aðalskipulag mælir fyrir um til hvers skuli nota landið. Í aðalskipulagi er landið á kolli Nónhæðar ætlað fyrir samfélagsþjónustu og opin svæði. Samfélagsþjónusta er til dæmis menntastofnun, heilbrigðisstofnun, trúarstofnun eða aðrar þjónustustofnanir ríkis, sveitarfélags eða annarra aðila. Bæjarstjórn gerir tillögu um að því verði breytt þannig að á kolli Nónhæðar komi íbúðarhús í stað samfélagsþjónustu.

Ef þú vilt gera athugasemd við tillöguna getur þú til dæmis:

  • afritað skáletraða textann hér fyrir neðan,
  • smellt á tölvupóstfangið, límt textann inn,
  • skrifað nafn þitt og heimilisfang undir og
  • sent til skipulagsins     skipulag@kopavogur.is

Undirritaður gerir athugasemd og mótmælir tillögu um breytingu á aðalskipulagi. Í gögnum með tillögunni kemur hvergi fram að fullreynt sé að eiganda landsins hafi ekki tekist, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, að reisa mannvirki fyrir samfélagsþjónustu eins og til dæmis menntastofnun, heilbrigðisstofnun, trúarstofnun né aðrar þjónustustofnanir ríkis, sveitarfélags eða annarra aðila á kolli Nónhæðar.

Breyting á deiliskipulagi

Deiliskipulag mælir fyrir um hvernig skuli nota landið. Bæjarstjórn gerir tillögu um allt að 140 íbúðir í 11 fjölbýlishúsum: Þrjú fjölbýlishús eru 5 hæðir, fimm hús 4 hæðir, eitt hús 3 hæðir og tvö hús 2 hæðir.

Ef þú vilt gera athugasemd við tillöguna getur þú til dæmis:

  • afritað skáletraða textann hér fyrir neðan,
  • smellt á tölvupóstfangið, límt textann inn,
  • skrifað nafn þitt og heimilisfang undir og
  • sent til skipulagsins     skipulag@kopavogur.is

Undirritaður gerir eftirfarandi athugasemdir/ábendingar við tillögu að deiliskipulagi á kolli Nónhæðar:Ekkert fjölbýlishúsanna verði yfir þremur hæðum.

  1. Ekkert fjölbýlishúsanna verði yfir þremur hæðum.
  2. Gólfplata fyrstu hæðar verði ekki yfir 51 metra yfir sjávarmáli.
  3. Hámarkshæð húsa verði 10 metrar
  4. Umferð vegna fjölbýlishúsanna fari ekki um Arnarsmára heldur komi inn frá Smárahvammsvegi en fari út á Arnarnesveg neðan Nónsmára sem leikskólinn stendur við.

Athugasemdafrestur til kl 15:00, föstudaginn 29 september

Ef þú vilt gera athugasemdir við tillögu bæjarstjórnar um skipulag á kolli Nónhæðar skaltu senda þær skriflega til:

  • Skipulags- og byggingardeild Umhverfissviðs, Fannborg 6, 200 Kópavogi eða á
  • tölvupóstfangið skipulag@kopavogur.is
  • fyrir klukkan 15:00, föstudaginn 29. september.

Mundu eftir að skrifa nafn og heimilisfang undir athugasemdir þínar!

Skoðaðu á vefsíðu Kópavogs

 

Guðrún Benedikstsdóttir skrifar:

Há byggð 140 íbúða

s

Smella hér

Guðrún Benediktsdóttir skrifar:

Allt að 140 íbúðir á kolli Nónhæðar?

Bæjaryfirvöld vilja íbúðabyggð á koll Nónhæðar. Ef á að byggja þar legg ég áherslu á:

·Hæð, þéttleiki, gerð og uppröðun bygginga taki mið af byggð nálægt kolli Nónhæðar.

·Ekkert hús verði hærra en þrjár hæðir og ekki hærra en 61 metri yfir sjávarmáli.

·Grænt svæði, opið almenningi, a.m.k. 70 metra breitt, verði milli byggðar á kolli Nónhæðar og húsa við Foldarsmára.

·Umferð til og frá íbúðabyggð á kolli Nónhæðar fari ekki um Arnarsmára.

Bæjarstjórn hefur auglýst tillögu að skipulagi fyrir koll Nónhæðar:

·Allt að 140 íbúðir verði í þremur stölluðum fjölbýlishúsum á kolli Nónhæðar; 2, 3, 4 og 5 hæðir með meiri lofthæð sem gerir húsin hærri en ef lofthæð væri venjuleg.

oÍbúðabyggð næst kolli Nónhæðar er lágreist. Í Arnarsmára er 121 íbúð í 10 þriggja hæða fjölbýlishúsum.

·Hæsta húsið verði a.m.k. 16 metrar á hæð og meira en 70 metrar yfir sjávarmáli

oFjölbýlishús í Arnarsmára eru 10 m há. Hæsta húsið er 56 metrar yfir sjávarmáli.

·Nýtingarhlutfall lóðanna verði 90%

oNýting fjölbýlishúsalóða við Arnarsmára er 40%.

·Meðalstærð íbúða verði 111m2

oMeðalstærð íbúða í fjölbýlishúsum við Arnarsmára er 90m2.

·Um 36% íbúða verði í húsum, sem eru hærri en þrjár hæðir.

oEkkert fjölbýlishúsanna við Arnarsmára er hærra en þrjár hæðir.

·Gólf fyrstu hæðar A-húss verði 2,5 m, B-húss 3,8 m og C-húss 5 m hærra en gólf leikskólans

oLeikskólinn er rúmir 5m á hæð og 55 metra yfir sjávarmáli.

·Hæsti punktur C-húss verði >72 metra yfir sjávarmáli.

oTveggja hæða hús við Foldarsmára er 56 metra yfir sjávarmáli og 6 hæða hús við Hlíðarsmára 4 um 73 metra yfir sjávarmáli

·Umferð vegna 40 íbúða fari í Arnarsmára á mesta annatíma umferðar vegna leikskólans og íbúa í Nónhæð.

oÁ 90 mínútna annatíma að morgni og síðdegis eru um 200 ferðir í hringtorginu efst í Arnarsmára.

Stjórnmálamenn tala um að íbúasamráð sé mikið í Kópavogi. Tillaga bæjarstjórnar er ekki til vitnis um samráð við íbúa.
 s
Sækja á vef Kópavogs:
 s

 

Nýtt deiliskipulag sunnan Smáralindar

ágúst 27th, 2015 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »

Tillaga að deiliskipulagi er nú komin fram vegna svæðisins sunnan Smáralindar, þar sem nú er bílaþvottur og bílastæði, auk þeirra bílastæðin við Smáralind sem eru næst heilsugæslunni og Debenhams.
Gert er ráð fyrir 14 hæða turni gegnt Gullsmáraturnunm og svo lægri byggð þar fyrir ofan í fjölbýli. Samtals er gert ráð fyrir 620 íbúðum á svæðinu.
Endilega skoðið þetta.

Tilbeiðsluhús á Nónhæð

apríl 7th, 2015 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »

Kristján Snorrason landeigandi kolls Nónhæðar hefur sent skipulagsnefnd Kópavogsbæjar fyrirspurnarteikningar varðandi það að reisa tilbeiðsluhús á svæðinu. Þetta var tilkynnt 1. apríl 2015 en einnig rætt í fréttum RUV 2. apríl 2015.

RUV: Vill reisa tilbeiðsluhús í Kópavogi (Vefsíða)

RUV: Vill reisa tilbeiðsluhús á Nónhæð (Myndskeið)

Mbl.is: Tilbeiðsluhús á Nónhæð (Vefsíða)

 

Facebook-hópur íbúa í Smárahverfi

júlí 24th, 2014 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »

Þar sem flestallir hafa fært sig yfir á Facebook er ekki úr vegi að hafa þar grúppu sem er fyrir íbúa Smárahverfis.

Grúppan er fyrst og fremst ætluð fyrir fréttir sem tengjast hverfinu, skólanum og svona því sem maður rekst á á förnum vegi og ætti að koma á réttan stað.

Endilega gangið í grúppuna ef þið hafið áhuga á því og bjóðið öðrum íbúum hverfisins.

Hverfisáætlun Smárahverfis í vinnslu

maí 23rd, 2014 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »

Í lok árs 2013 var ný hverfisskipan Kópavogs samþykkt, þar er að finna hverfin Kársnes, Digranes, Smárann, Fífuhvamm og Vatnsenda.

Smárinn er fyrsta hverfið sem fer í gegnum hverfisáætlun og beðið er um athugasemdir íbúa. Hægt er að skoða núverandi stöðu á síðunni um Smárann og í valmyndinni vinstra megin er hægt að senda inn ábendingar.

Samkvæmt nýsamþykktu aðalskipulagi Kópavogs til ársins 2024 er Nónhæðin áfram óbyggt svæði. Breytingar hafa hins vegar orðið sunnan Smáralindar þar sem á að rísa blönduð byggð verslunar og fjölbýlishúsa (allt að 500 íbúðir) ásamt almenningsgarði og menningarstofnun í miðju hans.

Við hvetjum alla til að taka þátt í þessu ferli.

 

Stjórn Betri Nónhæðar

Dreifibréf vegna tillögu að aðalskipulagi

janúar 28th, 2013 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »

Stjórn Betri Nónhæðar dreifði sunnudaginn 27. janúar 2013 neðangreindu dreifibréfi í allar íbúðir Smárahverfis ofan Fífuhvammsvegar þar sem athugasemdir eru gerðar við tillögu að aðalskipulagi.

Bréfið er hægt að prenta út hér af vefnum sömuleiðis, undirrita og senda inn fyrir 3. febrúar næstkomandi. Einnig er hægt að gera eigin athugasemdir og skila inn.

Skjöl:

 

Athugasemdum skal skilað til:

Skipulagsstjóri
Birgir H. Sigurðsson
Fannborg 2
200 Kópavogur

eða í tölvutæki formi til skipulag@kopavogur.is eða birgir@kopavogur.is

Fundur vegna aðalskipulags

janúar 16th, 2013 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »

Fimmtudaginn 17. janúar 2013 er fundur í Hörðuvallaskóla klukkan 17:00 um tillögu að nýju aðalskipulagi Kópavogs.

Þar verður byggt á Nónhæð á núverandi óræktarsvæði (Bahá-ía svæðið) og auk þess verður núverandi grænu svæði sem inniheldur fótboltavöll, körfuboltaspjald og öruggustu sleðabrekku hverfisins fórnað fyrir fjölbýlishús (sjá rauðan hring á myndinni).

Við hvetjum fólk til að mæta og segja skoðun sína á þessum breytingum.

Stjórn Betri Nónhæðar

Mótmæli stjórnar vegna deiliskipulagstillögu á Nónhæð

nóvember 15th, 2012 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »

Birgir H. Sigurðsson  Skipulagsstjóri Kópavogs  og aðrir sem málið varðar.

Stjórn íbúasamtakanna Betri Nónhæð mótmælir harðlega breytingum á landnotkun á kolli Nónhæðar sem fram koma í drögum að breytingum á Aðalskipulagi Kópavogs og kynnt voru 1. Nóvember sl.

Þar er verið að kynna drög sem kollvarpa landnotkun í gildandi aðalskipulagi sem gerir ráð fyrir svæði fyrir þjónustustofnanir og opnu svæði til sérstakra nota.  Í drögum að nýju Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 er gert ráð fyrir að landnotkun á kolli Nónhæðar verði  breytt í svæði fyrir íbúðabyggð.

Einkenni gildandi deiliskipulags þessa svæðis er opið svæði   Samkvæmt deiliskipulaginu er opið svæði um 90% af reitnum á kolli Nónhæðar en tilbeiðsluhús u.þ.b. 10%.  Í bæklingnum ÚTIVISTARSVÆÐI KÓPAVOGS, Bæjarskipulag Kópavogs 1998, segir um Nónhæð:  Eitt eiginlegt útivistarsvæði er í hverfinu sem teygir sig frá Fífuhvammsvegi upp að hringtorgi við Arnarsmára, auk smærri leiksvæða og opnu svæði efst á hæðinni í eigu Baháí á Íslandi.

Drög að breytingum á aðalskipulagi og nýjar hugmyndir að deiliskipulagi á kolli Nónhæðar, sem hafa verið kynntar á fundi með  hverfisráði Smárans, kollvarpa landnotkun samkvæmt gildandi skipulagi.

Að mati stjórnar íbúasamtakanna Betri Nónhæð er óásættanlegt að deiliskipulagt opið svæði á kolli Nónhæðar verði tekið undir íbúðabyggingar.

 

F.h. stjórnar íbúasamtakanna Betri Nónhæð

Guðrún Benediktsdóttir

s. 897 2058

Breytingar á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024

nóvember 11th, 2012 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »

Nú er áríðandi að allir kynni sér hvað fellst í breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024.

Vil vekja athygli á að í drögum sem kynnt voru á fundi í Hörðuvallaskóla 1.nóv sl. Þar er m.a. gert ráð fyrir „breyttri landnotkun á Nónhæð svo hægt sé að gera þar íbúðabyggð“.  Sjá nýjustu útgáfu skipulagsyfvalda í viðhengi og er rétt að geta þess að stjórn íbúasamtakanna hefur ekki séð þetta áður.  Vek athygli á grein í Kópavogsblaðinu sem barst okkur fimmtudaginn  9. Nóv  um fundinn.    Einnig benda á heimasíðu Kópavogs vegna þessa.  Skipulagsyfirvöld óska eftir tillögum eða athugasemdum fyrir 15. nóvember nk. 

Hér er kynningin:         Kynning í Hörðuvallaskóla (PDF

Nú hafa verið fundir með hverfaráðum.  Það fást engin svör um hverjir eru í þessum hverfaráðum.   Notast er við slembiúrtak úr þjóðskrá en eftir því sem næst verður komist er ennþá verið að hringja í fólk útaf þessu svo það er undarlegt að hægt sé að halda fundi í október ef ekki var búið að ná í fólk.  Tillaga um hverfaráð kom fyrst fram 1. Mars 2012  Íbúasamtök eru ekki aðilar að þessum hverfaráðum.  10 manns eiga að vera í Hverfaráði Smárans en samtals 80 manns í fimm hverfum.

Fundargerð frá fundi með hverfaráði Smára. Smarans-fundur-8.-okt-2012       Stjórn Íbúasamtakanna Betri Nónhæð hefur ekki fengið kynningu á þessum breytingum sem ræddar voru á þessum fundi.

 Hér er svo síða Kópavogsbæjar og þar eru fundargerðir annarra funda. http://www.kopavogur.is/thjonusta/umhverfi-og-skipulag/skipulagsmal/endurskodun-adalskipulags-og-stadardagskrar-21/

Einnig eru fyrirhugaðar breytingar á svæðinu sunnan Smáralindar þar sem þvottastöðin er nú og gert er ráð fyrir blandaðri byggð íbúða, verslunar og þjónustu.  Þessar breytingar skipta okkur einnig miklu máli.

Endilega skoðið þetta vandlega því þessar breytingar skipta okkur öll máli.  Það er áríðandi að þið sendið ykkar tillögur og/eða athugasemdir t.d. með tölvupósti á birgir@kopavogur.is eðaskipulag@kopavogur.is

Guðrún Benediktsdóttir

Formaður íbúasamtakanna Betri Nónhæð

Sími 897 2058

gudrunben@simnet.is

Sorphirða í Kópavogi

mars 5th, 2012 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »

Allir íbúar Kópavogs munu nú flokka sorp, þeir fá bláar tunnur fyrir pappír, pappa og þess háttar endurvinnanlegt sorp. Ekki er gert ráð fyrir að þeir flokki lífrænan úrgang og því vonandi að tilraunaverkefnið langlífa á Nónhæð fari að hætta.

Íbúasamtökin hafa leitað frétta og bíða eftir svari.