Bæjarstjórn Kópavogs hefur auglýst tillögur að allt að 140 íbúða byggð í þremur fjölbýlishúsum á kolli Nónhæðar. Eitt þeirra er meira en 70 metra yfir sjávarmáli. Leikskólinn er 55 metrum yfir sjávarmáli. Smelltu hér til að skoða tillöguna nánar!
Svona mundi hæð húsa vera ef tillaga bæjarstjórnar væri um þriggja hæða hús og gólfplata fyrstu hæðar væri 51 metra yfir sjávarmáli.
Breyting á aðalskipulagi
Aðalskipulag mælir fyrir um til hvers skuli nota landið. Í aðalskipulagi er landið á kolli Nónhæðar ætlað fyrir samfélagsþjónustu og opin svæði. Samfélagsþjónusta er til dæmis menntastofnun, heilbrigðisstofnun, trúarstofnun eða aðrar þjónustustofnanir ríkis, sveitarfélags eða annarra aðila. Bæjarstjórn gerir tillögu um að því verði breytt þannig að á kolli Nónhæðar komi íbúðarhús í stað samfélagsþjónustu.
Ef þú vilt gera athugasemd við tillöguna getur þú til dæmis:
- afritað skáletraða textann hér fyrir neðan,
- smellt á tölvupóstfangið, límt textann inn,
- skrifað nafn þitt og heimilisfang undir og
- sent til skipulagsins skipulag@kopavogur.is
Undirritaður gerir athugasemd og mótmælir tillögu um breytingu á aðalskipulagi. Í gögnum með tillögunni kemur hvergi fram að fullreynt sé að eiganda landsins hafi ekki tekist, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, að reisa mannvirki fyrir samfélagsþjónustu eins og til dæmis menntastofnun, heilbrigðisstofnun, trúarstofnun né aðrar þjónustustofnanir ríkis, sveitarfélags eða annarra aðila á kolli Nónhæðar.
Breyting á deiliskipulagi
Deiliskipulag mælir fyrir um hvernig skuli nota landið. Bæjarstjórn gerir tillögu um allt að 140 íbúðir í 11 fjölbýlishúsum: Þrjú fjölbýlishús eru 5 hæðir, fimm hús 4 hæðir, eitt hús 3 hæðir og tvö hús 2 hæðir.
Ef þú vilt gera athugasemd við tillöguna getur þú til dæmis:
- afritað skáletraða textann hér fyrir neðan,
- smellt á tölvupóstfangið, límt textann inn,
- skrifað nafn þitt og heimilisfang undir og
- sent til skipulagsins skipulag@kopavogur.is
Undirritaður gerir eftirfarandi athugasemdir/ábendingar við tillögu að deiliskipulagi á kolli Nónhæðar:Ekkert fjölbýlishúsanna verði yfir þremur hæðum.
- Ekkert fjölbýlishúsanna verði yfir þremur hæðum.
- Gólfplata fyrstu hæðar verði ekki yfir 51 metra yfir sjávarmáli.
- Hámarkshæð húsa verði 10 metrar
- Umferð vegna fjölbýlishúsanna fari ekki um Arnarsmára heldur komi inn frá Smárahvammsvegi en fari út á Arnarnesveg neðan Nónsmára sem leikskólinn stendur við.
Athugasemdafrestur til kl 15:00, föstudaginn 29 september
Ef þú vilt gera athugasemdir við tillögu bæjarstjórnar um skipulag á kolli Nónhæðar skaltu senda þær skriflega til:
- Skipulags- og byggingardeild Umhverfissviðs, Fannborg 6, 200 Kópavogi eða á
- tölvupóstfangið skipulag@kopavogur.is
- fyrir klukkan 15:00, föstudaginn 29. september.
Mundu eftir að skrifa nafn og heimilisfang undir athugasemdir þínar!
Skoðaðu á vefsíðu Kópavogs
Guðrún Benedikstsdóttir skrifar:
s
Allt að 140 íbúðir á kolli Nónhæðar?
·Hæð, þéttleiki, gerð og uppröðun bygginga taki mið af byggð nálægt kolli Nónhæðar.
·Ekkert hús verði hærra en þrjár hæðir og ekki hærra en 61 metri yfir sjávarmáli.
·Grænt svæði, opið almenningi, a.m.k. 70 metra breitt, verði milli byggðar á kolli Nónhæðar og húsa við Foldarsmára.
·Umferð til og frá íbúðabyggð á kolli Nónhæðar fari ekki um Arnarsmára.
·Allt að 140 íbúðir verði í þremur stölluðum fjölbýlishúsum á kolli Nónhæðar; 2, 3, 4 og 5 hæðir með meiri lofthæð sem gerir húsin hærri en ef lofthæð væri venjuleg.
oÍbúðabyggð næst kolli Nónhæðar er lágreist. Í Arnarsmára er 121 íbúð í 10 þriggja hæða fjölbýlishúsum.
·Hæsta húsið verði a.m.k. 16 metrar á hæð og meira en 70 metrar yfir sjávarmáli
oFjölbýlishús í Arnarsmára eru 10 m há. Hæsta húsið er 56 metrar yfir sjávarmáli.
·Nýtingarhlutfall lóðanna verði 90%
oNýting fjölbýlishúsalóða við Arnarsmára er 40%.
·Meðalstærð íbúða verði 111m2
oMeðalstærð íbúða í fjölbýlishúsum við Arnarsmára er 90m2.
·Um 36% íbúða verði í húsum, sem eru hærri en þrjár hæðir.
oEkkert fjölbýlishúsanna við Arnarsmára er hærra en þrjár hæðir.
·Gólf fyrstu hæðar A-húss verði 2,5 m, B-húss 3,8 m og C-húss 5 m hærra en gólf leikskólans
oLeikskólinn er rúmir 5m á hæð og 55 metra yfir sjávarmáli.
·Hæsti punktur C-húss verði >72 metra yfir sjávarmáli.
oTveggja hæða hús við Foldarsmára er 56 metra yfir sjávarmáli og 6 hæða hús við Hlíðarsmára 4 um 73 metra yfir sjávarmáli
·Umferð vegna 40 íbúða fari í Arnarsmára á mesta annatíma umferðar vegna leikskólans og íbúa í Nónhæð.
oÁ 90 mínútna annatíma að morgni og síðdegis eru um 200 ferðir í hringtorginu efst í Arnarsmára.