Vefari er nokkuð ánægður með þau ummæli, sem fulltrúar bæjarins komu með, um að þeir myndu endurskoða framkomnar deiliskipulagstillögur af svæðunum. Það er því óhætt að fullyrða að við munum sjá þarna græn svæði í framtíðinni.
Sarpur fyrir júní, 2007
Eftir fundinn!
júní 30th, 2007Íbúafundi lokið
júní 28th, 2007Nú er nýlokið íbúafundi um málefni Nónhæðar og Arnarsmára 32. Við sem stöndum að þessari vefsíðu viljum þakka fjölmörgum íbúum fyrir þátttökuna og fulltrúum bæjarins og lóðarhafa fyrir greinargóð svör.
Eins og við var að búast náðist ekki að kryfja öll málin til mergjar; sum voru ágætlega útskýrð en önnur miður.
Það verður því verkefni okkar íbúanna að setjast niður og fara yfir fengnar upplýsingar og spyrja spurninga um það sem upp á vantar.
Eins og greint var frá höfum við frest fram að 1. ágúst til þess að koma með athugasemdir áður en skipulagsgögnin verða send til kynningar skv. greinum Skipulags- og byggingarlaga.
Skipulagsgögn komin
júní 27th, 2007Kópavogsbær hefur nú birt skipulagsgögnin fyrir Arnarsmára 32 og Nónhæð. Hér má sjá helstu myndirnar úr gögnunum. Gögnin í heild er hægt að nálgast hjá bæjarskipulagi eða hér (Arnarsmári eða Nónhæð).
Arnarsmári 32 (smellið á mynd til að fá betri útgáfu)
Nónhæð (smellið á mynd til að sjá stærri útgáfu)
Íbúafundur v. kynningar á tillögum að deiliskipulagi
júní 22nd, 2007 Í morgun barst tilkynning inn um lúguna frá Bæjarskipulagi Kópavogs. Þeir ætla að blása til íbúafundar þann 28. júní n.k. kl. 17:30 í Smáraskóla.
Eins og segir í tilkynningunni á að kynna tillögur sem eru til umræðu í skipulagsnefnd en bæjarstjórn/bæjarráð hefur þegar samþykkt þær og þeir hafa lokavaldið!
Við hvetjum alla íbúa til þess að mæta á fundinn og vera með málefnalega umræðu um málið!!
Því miður verður sennilega ekki hægt að setja gögn um tillögurnar inn á síðuna fyrr enn á mánudagskvöld þar sem þau eru ekki aðgengileg hjá skipulaginu eins og er nema á pappírsformi.
Þeir sem lesa þessa síðu eru hvattir til þess að láta nágranna vita af henni því hér má nálgast upplýsingar.
Aðkoma íbúa
júní 17th, 2007Á heimasíðu Kópavogsbæjar/bæjarskipulags er mjög athyglisverð slóð yfir á heimasíðu í Bretlandi, sjá tengil hér hægra megin á síðunni (About community planning). Þar er m.a. fjallað um aðkomu íbúa að skipulagsmálum og m.a. er eftirfarandi setning í fyrirsögn á síðunni:
„If you want to know how the shoe fits, ask the person who is wearing it, not the one who made it.“
Þetta er einkar athyglisvert í ljósi þeirrar áforma sem uppi eru um byggð á Nónhæð og Arnarsmára 32.
Fyrirhugaður fundur
júní 15th, 2007Heyrst hefur að bæjaryfirvöld vilji ræða við íbúa í Smárahverfi vegna fyrirhugaðrar breytingar á skipulagi og byggingarframkvæmda, þann 28. júní n.k. Við hvetjum alla íbúa svæðisins til þess að mæta á fundinn til að heyra hvað bæjaryfirvöldum gengur til.
Við þurfum síðan að setjast niður og yfirfara þær upplýsingar sem fram koma á fundinum og munum óska eftir framhaldsfundi síðar þegar við höfum farið yfir málið í næði og þá munum við leggja fram okkar gögn.
Nánari upplýsingar verða gefnar hér á síðunni síðar.
Hávaðaútreikningar
júní 15th, 2007Þann 15.júní fékk vefari í hendur minnisblað unnið af VST um hávaðareikninga fyrir Nónhæð. Sjá nánar Nonhaed_VST_MB-2007-03-30_SvS.
Íbúar taka sig saman
júní 7th, 2007Óformlegur fundur var haldinn með Árna Jónssyni (vefara) og nokkrum íbúum Brekkusmára þar sem farið yfir stöðu mála. Áður var vefari búinn að vera í sambandi við nokkra íbúa Foldarsmára um málið. Ákveðið var að útvega fleiri gögn áður en gengið yrði í hús í öllu hverfinu og málefnið kynnt.