Íbúum efra Smárahverfis (við Arnarsmára og tengdar götur) var tilkynnt í júní 2009 að hverfið hefði verið valið sem tilraunahverfi fyrir sorpflokkun á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta þýddi að sorplosun yrði nú með allt öðrum hætti, hefðbundnum ruslatunnum skipt út fyrir flokkunartunnur fyrir almennt rusl, endurvinnanlegt og lífrænan úrgang.
Breytingin tók gildi um miðjan júní og tilraunin stendur yfir. Íbúar eru að meta hvernig tekst til en ljóst þykir að það að tæma almennt sorp aðeins einu sinni í mánuði er allt of lítið, einkum í fjölbýlum þar sem ungar fjölskyldur eru.
Eftirfarandi tvö PDF-skjöl aðstoða íbúa við sorpflokkun fyrir grænu tunnuna:
Það er Íslenska gámafélagið sem sér nú um sorplosun fyrir þetta hverfi. Þeir hafa sett upp vefinn flokkarinn.is til að auðvelda fólki að flokka sorp og fræðast um skyld mál.