Fyrirhugað verslunar- og þjónustuhúsnæði: 140.000 m²
Fyrirhugað íbúðarhúsnæði: 28.000 m²
Til samanburðar:
Kringlan: 52.000 m²
Smáralind: 63.000 m²
Smáratorgsturn: 14.000 m²
Þarna er því verið að byggja rúmlega tvær Smáralindir af þjónustu- og verslunarhúsnæði, á ekki stærra svæði. Þar sem ýjað er að því að „sumt háreist“ má sjá að þarna er hægt að pota niður 9 Smáratorgsturnum upp á 20 hæðir og eiga samt afgang. Orðrómur hefur heyrst um að þarna eigi að koma 40 hæða bygging sem virðist mjög sennilegt miðað við allt byggingamagnið sem á að koma fyrir á þessum bletti.
Að auki er þarna íbúðarhúsnæði upp á tvo Smáratorgsturna.
En það eru ekki bara byggingar heldur líka bílastæði, nú eru við Smáralind um 3.000 bílastæði, á stærsta bílastæði landsins. Skv. skipulaginu verður 1 bílastæði per 35 fermetra verslunar/þjónusturýmis, það gera 3700 bílastæði, og að auki eru 490 bílastæði í viðbót vegna íbúðarhúsnæðis (miðað við 245 íbúðir með 2 stæði hver í skipulagi). Samtals því 4190 bílastæði.
Samtals erum við því að horfa þarna á að hesthúsin hverfi og þess í stað komi 11 Smáratorgsturnar og bílastæðaflæmi sem er 40% stærra en Smáralindarsvæðið.
Þetta sýnir hversu gífurlegt magn á að koma þarna á ekki stærri blett. Það er rík ástæða til að gera athugasemdir við þetta.