Komið þið sæl
Langar að vekja athygli á að í tilefni af evrópskri samgönguviku er búið að opna athugasemdavef fyrir hjólastíga í Kópavogi. Hér geta áhugasamir um góðar hjólreiðasamgöngur í Kópavogi komið með sínar athugasemdir og ábendingar. Læt hér fylgja með hlekki inn á þessar síður. En annars hægt að nálgast á www.kopavogur.is Athugasemdafrestur við tillögur sem gerðar hafa verið er til 16. október 2011.
http://www.kopavogur.is/stjornsyslan/frettir-og-utgefid-efni/frettir/nr/2970
http://www.tryggvi.org/kophjol/index.php/Sk/Sk
http://www.tryggvi.org/kophjol/index.php/Sk/Smari
Vil sérstaklega vekja athygli íbúa alls staðar í Kópavogi á því að þegar komast þarf á hjóli upp í efri byggðir Kópavogs frá Kópavogsdal – Vesturbæ liggur leiðin í gegnum umferðaræðarnar við Smáralind. Okkur er bent á að hjóla yfir í Garðabæ ef við ætlum að fara beint upp að Nónhæð og yfir í Glaðheimasvæðið og þaðan upp í t.d. Guðmundarlund. Það er auðvitað sjálfsagt að treysta á að hjóla áfram úr einu bæjarfélagi og yfir í annað á lengri ferðum en að þurfa að hjóla út úr sínu bæjarfélagi í lengri lykkjur til að komast leiðar sinnar í eigin bæjarfélagi er líklega ekki það sem byggja ætti á.
Endilega skoðið kortin og hafið skoðun á því hvaða leiðir má bæta.
Bestu kveðjur – Guðrún