Stjórn Íbúasamtakanna mætti í Lindaskóla þann 27. október til fundar við fulltrúa úr skipulagsnefnd bæjarins, embættismenn og aðra fulltrúa íbúasamtaka í Kópavogi. Þetta var samráðsfundur vegna nýs aðalskipulags þar sem fulltrúar íbúasamtakanna komu á framfæri hvað þau teldu vera kosti, galla og tækifæri fyrir Kópavog næstu 20 árin.
Slíkir samráðsfundir munu verða fleiri með öðrum aðilum, starfsmönnum bæjarins, hagsmunasamtökum og fleirum.