Mótmæli stjórnar vegna deiliskipulagstillögu á Nónhæð

nóvember 15th, 2012 eftir Íbúasamtökin Skildu eftir svar »

Birgir H. Sigurðsson  Skipulagsstjóri Kópavogs  og aðrir sem málið varðar.

Stjórn íbúasamtakanna Betri Nónhæð mótmælir harðlega breytingum á landnotkun á kolli Nónhæðar sem fram koma í drögum að breytingum á Aðalskipulagi Kópavogs og kynnt voru 1. Nóvember sl.

Þar er verið að kynna drög sem kollvarpa landnotkun í gildandi aðalskipulagi sem gerir ráð fyrir svæði fyrir þjónustustofnanir og opnu svæði til sérstakra nota.  Í drögum að nýju Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 er gert ráð fyrir að landnotkun á kolli Nónhæðar verði  breytt í svæði fyrir íbúðabyggð.

Einkenni gildandi deiliskipulags þessa svæðis er opið svæði   Samkvæmt deiliskipulaginu er opið svæði um 90% af reitnum á kolli Nónhæðar en tilbeiðsluhús u.þ.b. 10%.  Í bæklingnum ÚTIVISTARSVÆÐI KÓPAVOGS, Bæjarskipulag Kópavogs 1998, segir um Nónhæð:  Eitt eiginlegt útivistarsvæði er í hverfinu sem teygir sig frá Fífuhvammsvegi upp að hringtorgi við Arnarsmára, auk smærri leiksvæða og opnu svæði efst á hæðinni í eigu Baháí á Íslandi.

Drög að breytingum á aðalskipulagi og nýjar hugmyndir að deiliskipulagi á kolli Nónhæðar, sem hafa verið kynntar á fundi með  hverfisráði Smárans, kollvarpa landnotkun samkvæmt gildandi skipulagi.

Að mati stjórnar íbúasamtakanna Betri Nónhæð er óásættanlegt að deiliskipulagt opið svæði á kolli Nónhæðar verði tekið undir íbúðabyggingar.

 

F.h. stjórnar íbúasamtakanna Betri Nónhæð

Guðrún Benediktsdóttir

s. 897 2058

Be Sociable, Share!
Auglýsing

Lokað er fyrir athugasemdir.