Kársnes

júlí 25th, 2007 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »

Það er víðar en hér á Nónhæð sem íbúar eru að deila á skipulagsyfirvöld í Kópavogi.  Í búar Kársness standa nú í baráttu vegna fyrirhugaðrar stækkunar byggðar á Kársnesinu.  Þar, eins og hér, eru umferðarmál mjög mikilvæg og þar eins og hér eru, að sögn skipulagsyfirvalda, smá vandræði sem nokkuð auðvelt á að vera að leysa!!!

Sendum baráttukveðjur til Kársnesbúa!  Slóðin á heimasíðu þeirra er: www.karsnes.is

Útreikningar á skuggum fyrirhugaðrar byggðar

júlí 25th, 2007 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »

Nú liggja fyrir útreikningar á skuggum byggðarinnar á Nónhæð og Arnarsmára 32 eins og hún var kynnt á íbúafundi.  Það er óhætt að segja að skuggarnir eru skuggalegir og þau gögn sem skipulagsyfirvöld hafa kynnt segja ekkert um það hversu mikil áhrif þeir hafa á byggðina yfir vetrarmánuðina.

FS6_GM01_070121_41

Það er umhugsunarvert að skipulagsyfirvöld skuli yfir höfuð telja það fullnægjandi að sýna eingöngu útreikninga við sumar- og vetrarsólstöður en ekki yfir vetrarmánuðina.  Það er einmitt í skammdeginu sem menn hafa mikla þörf fyrir birtu og ættu útreikningar einnig að vera sýndir fyrir það tímabil.

Þeir sem hafa áhuga á því að fá þessar myndir, sem eru á AVI-formi til skoðunar í t.d. MediaPlayer, geta haft samband við Árna (fs6@simnet.is eða arni@orion.is).  AVI-myndirnar sýna skugga frá kl. 8:00 að morgni til kl. 20:00 að kvöldi og eru gerðar þann 1., 8., 15., og 21. hvers mánaðar frá 1. jan. til 15. apríl.  Fyrir hvern dag voru reiknaðir 100 myndir, þ.e. 1 mynd á 7,2 mín. fresti.
Einnig er til skrá, sem er 6Gb, sem sýnir alla dagana í einni seríu, í góðri upplausn.

Nokkrar einfaldanir voru gerðar við vinnsluna t.d.:
– Landið er lárétt og þess vegna eru skuggar efst á hæðinni of stuttir.
– Einfaldar myndir af byggingum.

Þeir sem fá þessar skrár eru hvattir til að dreifa þeim til sem flestra þannig að íbúar sjái hvaða myrkraverk eru í gangi!

Árétting varðandi skipulagsgögn

júlí 9th, 2007 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »

Það er nauðsynlegt að íbúar geri sér grein fyrir því að það eru breytingar á Aðalskipulagi og Svæðisskipulagi sem skipta mestu máli fyrir okkur í dag.  Deiliskipulagið sem kynnt hefur verið skiptir minna máli í bili; það fæst ekki samþykkt ef Aðalskipulag og Svæðisskipulag verða óbreytt.
Okkar krafa er því sú að núverandi Aðalskipulag gildi áfram án breytinga.

Frestur framlengdur til 20. ágúst 2007

júlí 9th, 2007 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »


Í samtali við Einar Jónsson, formann skipulagsnefndar Kópavogsbæjar, kom fram að nefndin hefur ákveðið að framlengja frestinn, sem var til 1.ágúst n.k., til 20. ágúst n.k.
Þessi frestur er veittur íbúum til að koma með athugasemdir.  Íbúar þurfa samt sem áður að hafa það í huga að ef þeir senda inn athugasemdir þá hafa þær ekkert lögformlegt gildi.
Formlega athugasemdaferlið hefst ekki fyrr en tillögurnar hafa verið samþykktar og auglýstar í bæjarblöðum og öðrum lögformlegum miðlum.  Þá þarf að taka tillit til allra athugasemda sem berast!

Netpóstur til skipulagsstjóra Kópavogs …framhaldssvar!

júlí 7th, 2007 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »

Bæjaryfirvöld hafa ákveðið að endurskoða deiliskipulagstillögur og leggja nýjar tillögur fram í skipulagsnefnd eftir að innsendar athugasemdir koma frá íbúum eftir 1 ágúst 2007 og mun ég stjórna þeirri skipulagsgerð.

Kveðja, Smári

Netpóstur til skipulagsstjóra Kópavogs …og fyrsta svar hans!

júlí 6th, 2007 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »

Sæll Smári …og takk fyrir þetta.

Þetta svar snýr eingöngu að Svæðis- og Aðalskipulagi!  Spurningin er hver hefur afgreiðsla Deiliskipulagstillagna svæðanna/lóðanna verið og hvað þýða þær afgreiðslur?

Kv.Árni

From: Smári Smárason [mailto:smaris@kopavogur.is]
Sent: 6. júlí 2007 08:55
To: Árni og Sigga Foldarsmára 6
Subject: RE: Nónhæð og Arnarsmári

Komið sæl.

Svæðis og Aðalskipulaga fyrir umrædd svæðið hefur ekki verið samþykkt í bæjarstjórn.

Til þess að auglýsa megi skipulag þarf ekki aðeins að fá leyfi sveitarstjórnar til að auglýsa heldur einnig samþykki skipulagsstofnunar. Nú hafa bæjaryfirvöld samþykkt að bíða eftir að fá athugasemdir frá íbúum til að geta fullmótað tillögur sem síðan fara í nýtt ferli í skipulagsnefnd.

Kveðj a Smári

From: Árni og Sigga Foldarsmára 6 [mailto:fs6@simnet.is]
Sent: 5. júlí 2007 00:14
To: Smári Smárason
Subject: Nónhæð og Arnarsmári

Sæll Smári,

Hér er stutt spurning sem sett er fram á heimasíðunni.  Hefur þú ekki tök á því að svara henni?

Kv.Árni

Samþykkt eða ekki samþykkt?!
Eftir kynningarfundinn í síðustu viku ríkir nokkur óvissa um stöðu þeirra deiliskipulagstillagna sem kynntar hafa verið af Nónhæðinni og Arnarsmára 32.
Það kemur skýrt fram að bæjarstjórn (sem hefur síðasta orðið) er þegar búin að samþykkja deiliskipulag lóðar við Arnarsmára 32 sbr. fundargerð þann 22. maí 2007.
Hvað þýðir sú samþykkt???

Þá hefur bæjarráð samþykkt breytingu á svæðisskipulagi, aðalskipulagi og deiliskiplagi Nónhæðar!  Hvað felur það í sér???

Það er rétt að skipulagsstjóri bæjarins gefi okkur íbúum skriflega skilgreiningu/útskýringu á því sem samþykkt hefur verið þannig að íbúar skilji það sem við er átt (þessu verður komið til skipulagsstjóra!).

Enn um Moggagreinina!

júlí 5th, 2007 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »

Skipulagsstjóri nefndi þar hversu vindasöm og lítið notuð þessi hæð er.  Skoðum nú hvaða áætlun bæjaryfirvöld höfðu gert fyrir þessa hæð en ALDREI staðið við.  Áætlunin er frá árinu 1998!!!

img8

Eins og þarna kemur fram er þetta útivistarsvæði hverfisins.  Fyrirliggjandi tillögur umbreytingu á deiliskipulagi gera þær áætlanir að engu!  Það getur vart verið gott til afspurnar fyrir bæjaryfirvöld, eða hvað???

Staðardagskrá 21 og reglugerð um hávaða!

júlí 5th, 2007 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »

Skipulagsstjóra var tíðrætt um Staðardagskrá 21 á íbúafundinum.  Hér má lesa meira um þessa dagskrá.
Það er alveg ljóst að þessi dagskrá snýst um töluvert meira en skipulagsstjóri nefndi á íbúafundinum og hún er nú mun hagstæðari íbúum en hann greindi frá!

Þá er hér einnig að finna tengingu inn á heimasíðu Umhverfisráðuneytisins þar sem kynnt eru drög að reglugerð um hávaða.

Íbúar eru hvattir til þess að kynna sér þessi skjöl.

Varðandi Morgunblaðsgreinina þann 4/7 2007!

júlí 5th, 2007 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »

Það er rétt að benda á það að Kópavogsbæ bauðst að kaupa lóðina af Bahá’íum árið 2001 en þeir vildu ekki nýta sér forkaupsréttinn!

Vegna ummæla um litla nýtingu hæðarinnar þá verður að segjast eins og er að hún hefur nú ekki verið gerð aðgengileg hingað til en þrátt fyrir það er hún töluvert notuð af háum sem lágum.  Það verðum við vör við sem búum efst á hæðinni.

Þá er einnig rétt að benda skipulagsstjóra, formanni og varaformanni skipulagsnefndar á að skilaboð fundarins voru skýr!  Núverandi aðalskipulag verði látið gilda og deiliskipulag í samræmi við það!
Meira um þetta síðar.

Samþykkt eða ekki samþykkt?!

júlí 4th, 2007 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »

Eftir kynningarfundinn í síðustu viku ríkir nokkur óvissa um stöðu þeirra deiliskipulagstillagna sem kynntar hafa verið af Nónhæðinni og Arnarsmára 32.
Það kemur skýrt fram að bæjarstjórn (sem hefur síðasta orðið) er þegar búin að samþykkja deiliskipulag lóðar við Arnarsmára 32 sbr. fundargerð þann 22. maí 2007.
Hvað þýðir sú samþykkt???

Þá hefur bæjarráð samþykkt breytingu á svæðisskipulagi, aðalskipulagi og deiliskiplagi Nónhæðar!  Hvað felur það í sér???

Það er rétt að skipulagsstjóri bæjarins gefi okkur íbúum skriflega skilgreiningu/útskýringu á því sem samþykkt hefur verið þannig að íbúar skilji það sem við er átt (þessu verður komið til skipulagsstjóra!).
Svarið verður síðan birt hér á síðunni.

Sjá nánari upplýsingar um fundargerðir.