Fyrirspurn til skipulagsyfirvalda í Kópavogi

ágúst 24th, 2007 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »

Vefari sendi eftirfarandi fyrirspurn til skipulagsyfirvalda (Smára) í Kópavogi þann 24. ágúst:

Mánudaginn 20. ágúst s.l. sendi skipulagsnefnd Kópavogsbæjar frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var að nefndin hefði hafnað framkomnum tillögum að svæðis-, aðal- og deiliskipulagi lóðanna Arnarsmára 32 og 36.

Í ljósi þessarar höfnunar óskar undirritaður eftir því að fá upplýsingar um það á hvaða forsendum þessum tillögum var hafnað.

Þá er óskað eftir því að gerð verði grein fyrir því hvað átt er við með því að „bæjarfélagið skipuleggi hvorki byggð né nýtingu lands í eigu einstaklings“ eins og kom fram í Morgunblaðinu þann 23. dag ágústmánaðar 2007. Ber að skilja þetta svo að lóðareigandi geti skipulagt lóð sína (og fengið samþykkt) á annan hátt en gildandi aðalskipulag segir til um jafnvel þó hann hafi keypt lóðina með kvöðum aðalskipulagsins. Kvöðin á lóðinni var áréttuð af bæjarritara 2001 f.h. bæjarins.

Virðingarfyllst

Árni Jónsson, Foldarsmára 6, 201 Kópavogi

Fréttatilkynning frá Kópavogsbæ

ágúst 21st, 2007 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »

Eftirfarandi tilkynning barst frá Þór Jónssyni upplýsingafulltrúa Kópavogsbæjar:

FRÉTTATILKYNNING

Skipulagsnefnd Kópavogsbæjar hafnaði á fundi sínum síðdegis í dag skipulagstillögum á Nónhæð og Arnarsmára 32. Ákvörðunin tekur til allra þriggja skipulagsstiga.

Nefndin samþykkti að fela bæjarskipulagi að yfirfara athugasemdir sem borist hafa vegna tillagnanna.
Kópavogi, 21. ágúst 2007

Þetta eru ánægjuleg tíðindi fyrir okkur íbúana og er vonandi vísbending um það að bæjaryfirvöld muni framvegis vinna með íbúum svæðisins að nýju skipulagi sem er í anda þess sem nú er í gildi.

Okkar þætti í þessu máli er hvergi nærri lokið og munum við fylgjast grannt með framvindu þess.
Í samtali við skipulagsstjóra í morgun kom fram að í vikunni verður kynnt ný skýrsla um umferðarmál á þessu svæði (Reykjanesbraut og næsta nágrenni) og mun hún verða aðgengileg hjá bæjarskipulagi í næstu viku (viku 35). Íbúar eru hvattir til þess að kynna sér efni hennar.

Afhending undirskriftarlista

ágúst 21st, 2007 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »

Í gær voru skipulagsstjóra Kópavogs afhentir undirskriftarlistar með mótmælum íbúa. Um 650 manns skrifuðu sig á listana þar af um 550 úr hverfinu. Einnig fylgdi með bréf frá krökkunum á leikskólanum Arnarsmára til bæjarstjórans.

HelgiHauksson_Motmaeli_afhent01_286315

Smári Smárason skipulagsstjóri (tíglóttur) veitir listunum móttöku. Mynd: Helgi J. Hauksson

Síða með athugasemdum

ágúst 19th, 2007 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »

Hér er að finna síðu með hluta þeirra athugasemda sem íbúar hafa sent inn og viljað láta birta á heimasíðunni.

Sjá nánar Athugasemdir hér til hægri.

Símtal við bæjarstjórann Gunnar I. Birgisson

ágúst 19th, 2007 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »

Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri hringdi í formann Betri Nónhæðar og greindi frá því að því miður gæti hann ekki tekið á móti undirskriftarlistum með mótmælum en Smári Smárason skipulagsstjóri myndi hins vegar gera það í hans stað.  Afhendingin mun verða kl. 12:00 mánudaginn 20. ágúst. n.k. hjá Skipulagsstjóra Kópavogs. Í framhaldinu fór bæjarstjóri yfir nokkur mál sem tengjast Nónhæðinni og var það nokkuð athyglisvert.

Við sem erum í stjórn samtakanna höfum einsett okkur að vera málefnaleg í allri umfjöllun okkar og við hvetjum því fulltrúa bæjarins eindregið til þess að gera slíkt hið sama.  Þannig munu málin vinnast mjög vel og verða okkur öllum til sóma.

Viðtal á Stöð 2

ágúst 14th, 2007 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var viðtal við Árna Jónsson um málefni Nónhæðar.
Hlusta og sjá má fréttina á visir.is

Stjórn Betri Nónhæðar

ágúst 14th, 2007 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »

Á íbúafundi í síðustu viku var kosið í stjórn nýrra íbúasamtaka Smárahverfis ofan Fífuhvammsvegar.

Í stjórninni eru:

Árni Jónsson, formaður
Guðlaugur Bergmundsson, ritari
Guðmundur Baldursson
Guðmundur Þ. Harðarson
Sigrún Jónsdóttir
Helgi Jóhann Hauksson
Kristján H. Ingólfsson

Fyrirspurn til skipulagsyfirvalda í Kópavogi

ágúst 13th, 2007 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »

Vefari sendi eftirfarandi fyrirspurn til skipulagsyfirvalda í Kópavogi:

Undirritaður, íbúi í Foldarsmára 6, óskar hér með eftir því að fá skriflegar upplýsingar um fyrirhugaðar/nýjar aðal- og deiliskipulagstillögur svo og breytingar á núgildandi aðal- og deiliskipulagi sem þegar hafa verið afgreiddar af hálfu bæjaryfirvalda eða eru í vinnslu hjá bænum, fyrir svæðið sem nær annars vegar frá Hafnar­fjarðarvegi í vestri og að Lindarvegi í austri og hins vegar frá Arnarnesvegi í suðri að Kópavogslæk og Breiðholtsbraut í norðri.

Óskað er eftir því að til viðbótar komi fram hverjir standi á bak við hverja tillögu (ekki arkitektar eða skipulagsmenn!), greinargerð tillagna, hverjir eigi það land sem verður tekið undir þær svo og hvernig fyrirhugað er að standa að íbúakynningu á þeim.

Virðingarfyllst

Árni Jónsson, Foldarsmára 6, 201 Kópavogi

Íbúafundur – stofnun íbúasamtaka

ágúst 12th, 2007 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »

Síðastliðið fimmtudagskvöld var haldinn fundur íbúa Smárahverfis ofan Fífuhvammsvegar.  Málefni fundarins voru tillögur skipulagsyfirvalda bæjarins um byggingar á Nónhæð og Arnarsmára 32 ásamt stofnun íbúasamtaka.
Fjölmenni var á fundinum og mikil samtaðmynd_2007-08-09_20-25-07a um að mótmæla fyrirhuguðum breytingum á núgildandi Aðalskipulagi svæðisins.

Á seinnihluta fundarins var kosin stjórn íbúasamtaka í Smárahverfi ofan Fífuhvammsvegar.  Markmið samtakanna er að standa vörð um Aðalskipulag Nónhæðar þar sem hagsmunir íbúa svæðisins verða hafðir að leiðarljósi.

Ljósmynd: Helgi J. Hauksson

Íbúafundur um málefni Nónhæðar og Arnarsmára 32

júlí 31st, 2007 eftir Íbúasamtökin Engar athugasemdir »

Fyrirhugaður er íbúafundur um málefni Nónhæðar og Arnarsmára 32 fimmtudaginn 9. ágúst n.k. kl 20:00.  Fundurinn verður haldinn í íþróttahúsinu Smáranum, á annarri hæð.

Á fundinum verður m.a. farið yfir það sem undirbúningshópur hefur unnið að frá kynningarfundi bæjaryfirvalda í lok júní s.l. og lagðar fram tillögur um stofnun íbúasamtaka í hverfinu og skipun stjórnar.

Þetta er fundur sem skiptir alla íbúa Smárahverfis máli og því eru þeir eindregið hvattir til þess að mæta á hann.

Leiðbeiningar um gerð athugasemda er að finna hér.