Vefari sendi eftirfarandi fyrirspurn til skipulagsyfirvalda í Kópavogi:
Undirritaður, íbúi í Foldarsmára 6, óskar hér með eftir því að fá skriflegar upplýsingar um fyrirhugaðar/nýjar aðal- og deiliskipulagstillögur svo og breytingar á núgildandi aðal- og deiliskipulagi sem þegar hafa verið afgreiddar af hálfu bæjaryfirvalda eða eru í vinnslu hjá bænum, fyrir svæðið sem nær annars vegar frá Hafnarfjarðarvegi í vestri og að Lindarvegi í austri og hins vegar frá Arnarnesvegi í suðri að Kópavogslæk og Breiðholtsbraut í norðri.
Óskað er eftir því að til viðbótar komi fram hverjir standi á bak við hverja tillögu (ekki arkitektar eða skipulagsmenn!), greinargerð tillagna, hverjir eigi það land sem verður tekið undir þær svo og hvernig fyrirhugað er að standa að íbúakynningu á þeim.
Virðingarfyllst
Árni Jónsson, Foldarsmára 6, 201 Kópavogi