Fyrirspurn til skipulagsyfirvalda í Kópavogi

ágúst 24th, 2007 eftir Íbúasamtökin Skildu eftir svar »

Vefari sendi eftirfarandi fyrirspurn til skipulagsyfirvalda (Smára) í Kópavogi þann 24. ágúst:

Mánudaginn 20. ágúst s.l. sendi skipulagsnefnd Kópavogsbæjar frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var að nefndin hefði hafnað framkomnum tillögum að svæðis-, aðal- og deiliskipulagi lóðanna Arnarsmára 32 og 36.

Í ljósi þessarar höfnunar óskar undirritaður eftir því að fá upplýsingar um það á hvaða forsendum þessum tillögum var hafnað.

Þá er óskað eftir því að gerð verði grein fyrir því hvað átt er við með því að „bæjarfélagið skipuleggi hvorki byggð né nýtingu lands í eigu einstaklings“ eins og kom fram í Morgunblaðinu þann 23. dag ágústmánaðar 2007. Ber að skilja þetta svo að lóðareigandi geti skipulagt lóð sína (og fengið samþykkt) á annan hátt en gildandi aðalskipulag segir til um jafnvel þó hann hafi keypt lóðina með kvöðum aðalskipulagsins. Kvöðin á lóðinni var áréttuð af bæjarritara 2001 f.h. bæjarins.

Virðingarfyllst

Árni Jónsson, Foldarsmára 6, 201 Kópavogi

Be Sociable, Share!
Auglýsing

Lokað er fyrir athugasemdir.