Nú liggja fyrir útreikningar á skuggum byggðarinnar á Nónhæð og Arnarsmára 32 eins og hún var kynnt á íbúafundi. Það er óhætt að segja að skuggarnir eru skuggalegir og þau gögn sem skipulagsyfirvöld hafa kynnt segja ekkert um það hversu mikil áhrif þeir hafa á byggðina yfir vetrarmánuðina.
Það er umhugsunarvert að skipulagsyfirvöld skuli yfir höfuð telja það fullnægjandi að sýna eingöngu útreikninga við sumar- og vetrarsólstöður en ekki yfir vetrarmánuðina. Það er einmitt í skammdeginu sem menn hafa mikla þörf fyrir birtu og ættu útreikningar einnig að vera sýndir fyrir það tímabil.
Þeir sem hafa áhuga á því að fá þessar myndir, sem eru á AVI-formi til skoðunar í t.d. MediaPlayer, geta haft samband við Árna (fs6@simnet.is eða arni@orion.is). AVI-myndirnar sýna skugga frá kl. 8:00 að morgni til kl. 20:00 að kvöldi og eru gerðar þann 1., 8., 15., og 21. hvers mánaðar frá 1. jan. til 15. apríl. Fyrir hvern dag voru reiknaðir 100 myndir, þ.e. 1 mynd á 7,2 mín. fresti.
Einnig er til skrá, sem er 6Gb, sem sýnir alla dagana í einni seríu, í góðri upplausn.
Nokkrar einfaldanir voru gerðar við vinnsluna t.d.:
– Landið er lárétt og þess vegna eru skuggar efst á hæðinni of stuttir.
– Einfaldar myndir af byggingum.
Þeir sem fá þessar skrár eru hvattir til að dreifa þeim til sem flestra þannig að íbúar sjái hvaða myrkraverk eru í gangi!