Það er rétt að benda á það að Kópavogsbæ bauðst að kaupa lóðina af Bahá’íum árið 2001 en þeir vildu ekki nýta sér forkaupsréttinn!
Vegna ummæla um litla nýtingu hæðarinnar þá verður að segjast eins og er að hún hefur nú ekki verið gerð aðgengileg hingað til en þrátt fyrir það er hún töluvert notuð af háum sem lágum. Það verðum við vör við sem búum efst á hæðinni.
Þá er einnig rétt að benda skipulagsstjóra, formanni og varaformanni skipulagsnefndar á að skilaboð fundarins voru skýr! Núverandi aðalskipulag verði látið gilda og deiliskipulag í samræmi við það!
Meira um þetta síðar.