Sarpur fyrir ‘Nónhæð’ flokkur

Árétting varðandi skipulagsgögn

júlí 9th, 2007

Það er nauðsynlegt að íbúar geri sér grein fyrir því að það eru breytingar á Aðalskipulagi og Svæðisskipulagi sem skipta mestu máli fyrir okkur í dag.  Deiliskipulagið sem kynnt hefur verið skiptir minna máli í bili; það fæst ekki samþykkt ef Aðalskipulag og Svæðisskipulag verða óbreytt.
Okkar krafa er því sú að núverandi Aðalskipulag gildi áfram án breytinga.

Frestur framlengdur til 20. ágúst 2007

júlí 9th, 2007


Í samtali við Einar Jónsson, formann skipulagsnefndar Kópavogsbæjar, kom fram að nefndin hefur ákveðið að framlengja frestinn, sem var til 1.ágúst n.k., til 20. ágúst n.k.
Þessi frestur er veittur íbúum til að koma með athugasemdir.  Íbúar þurfa samt sem áður að hafa það í huga að ef þeir senda inn athugasemdir þá hafa þær ekkert lögformlegt gildi.
Formlega athugasemdaferlið hefst ekki fyrr en tillögurnar hafa verið samþykktar og auglýstar í bæjarblöðum og öðrum lögformlegum miðlum.  Þá þarf að taka tillit til allra athugasemda sem berast!

Netpóstur til skipulagsstjóra Kópavogs …framhaldssvar!

júlí 7th, 2007

Bæjaryfirvöld hafa ákveðið að endurskoða deiliskipulagstillögur og leggja nýjar tillögur fram í skipulagsnefnd eftir að innsendar athugasemdir koma frá íbúum eftir 1 ágúst 2007 og mun ég stjórna þeirri skipulagsgerð.

Kveðja, Smári

Netpóstur til skipulagsstjóra Kópavogs …og fyrsta svar hans!

júlí 6th, 2007

Sæll Smári …og takk fyrir þetta.

Þetta svar snýr eingöngu að Svæðis- og Aðalskipulagi!  Spurningin er hver hefur afgreiðsla Deiliskipulagstillagna svæðanna/lóðanna verið og hvað þýða þær afgreiðslur?

Kv.Árni

From: Smári Smárason [mailto:smaris@kopavogur.is]
Sent: 6. júlí 2007 08:55
To: Árni og Sigga Foldarsmára 6
Subject: RE: Nónhæð og Arnarsmári

Komið sæl.

Svæðis og Aðalskipulaga fyrir umrædd svæðið hefur ekki verið samþykkt í bæjarstjórn.

Til þess að auglýsa megi skipulag þarf ekki aðeins að fá leyfi sveitarstjórnar til að auglýsa heldur einnig samþykki skipulagsstofnunar. Nú hafa bæjaryfirvöld samþykkt að bíða eftir að fá athugasemdir frá íbúum til að geta fullmótað tillögur sem síðan fara í nýtt ferli í skipulagsnefnd.

Kveðj a Smári

From: Árni og Sigga Foldarsmára 6 [mailto:fs6@simnet.is]
Sent: 5. júlí 2007 00:14
To: Smári Smárason
Subject: Nónhæð og Arnarsmári

Sæll Smári,

Hér er stutt spurning sem sett er fram á heimasíðunni.  Hefur þú ekki tök á því að svara henni?

Kv.Árni

Samþykkt eða ekki samþykkt?!
Eftir kynningarfundinn í síðustu viku ríkir nokkur óvissa um stöðu þeirra deiliskipulagstillagna sem kynntar hafa verið af Nónhæðinni og Arnarsmára 32.
Það kemur skýrt fram að bæjarstjórn (sem hefur síðasta orðið) er þegar búin að samþykkja deiliskipulag lóðar við Arnarsmára 32 sbr. fundargerð þann 22. maí 2007.
Hvað þýðir sú samþykkt???

Þá hefur bæjarráð samþykkt breytingu á svæðisskipulagi, aðalskipulagi og deiliskiplagi Nónhæðar!  Hvað felur það í sér???

Það er rétt að skipulagsstjóri bæjarins gefi okkur íbúum skriflega skilgreiningu/útskýringu á því sem samþykkt hefur verið þannig að íbúar skilji það sem við er átt (þessu verður komið til skipulagsstjóra!).

Enn um Moggagreinina!

júlí 5th, 2007

Skipulagsstjóri nefndi þar hversu vindasöm og lítið notuð þessi hæð er.  Skoðum nú hvaða áætlun bæjaryfirvöld höfðu gert fyrir þessa hæð en ALDREI staðið við.  Áætlunin er frá árinu 1998!!!

img8

Eins og þarna kemur fram er þetta útivistarsvæði hverfisins.  Fyrirliggjandi tillögur umbreytingu á deiliskipulagi gera þær áætlanir að engu!  Það getur vart verið gott til afspurnar fyrir bæjaryfirvöld, eða hvað???

Staðardagskrá 21 og reglugerð um hávaða!

júlí 5th, 2007

Skipulagsstjóra var tíðrætt um Staðardagskrá 21 á íbúafundinum.  Hér má lesa meira um þessa dagskrá.
Það er alveg ljóst að þessi dagskrá snýst um töluvert meira en skipulagsstjóri nefndi á íbúafundinum og hún er nú mun hagstæðari íbúum en hann greindi frá!

Þá er hér einnig að finna tengingu inn á heimasíðu Umhverfisráðuneytisins þar sem kynnt eru drög að reglugerð um hávaða.

Íbúar eru hvattir til þess að kynna sér þessi skjöl.

Varðandi Morgunblaðsgreinina þann 4/7 2007!

júlí 5th, 2007

Það er rétt að benda á það að Kópavogsbæ bauðst að kaupa lóðina af Bahá’íum árið 2001 en þeir vildu ekki nýta sér forkaupsréttinn!

Vegna ummæla um litla nýtingu hæðarinnar þá verður að segjast eins og er að hún hefur nú ekki verið gerð aðgengileg hingað til en þrátt fyrir það er hún töluvert notuð af háum sem lágum.  Það verðum við vör við sem búum efst á hæðinni.

Þá er einnig rétt að benda skipulagsstjóra, formanni og varaformanni skipulagsnefndar á að skilaboð fundarins voru skýr!  Núverandi aðalskipulag verði látið gilda og deiliskipulag í samræmi við það!
Meira um þetta síðar.

Samþykkt eða ekki samþykkt?!

júlí 4th, 2007

Eftir kynningarfundinn í síðustu viku ríkir nokkur óvissa um stöðu þeirra deiliskipulagstillagna sem kynntar hafa verið af Nónhæðinni og Arnarsmára 32.
Það kemur skýrt fram að bæjarstjórn (sem hefur síðasta orðið) er þegar búin að samþykkja deiliskipulag lóðar við Arnarsmára 32 sbr. fundargerð þann 22. maí 2007.
Hvað þýðir sú samþykkt???

Þá hefur bæjarráð samþykkt breytingu á svæðisskipulagi, aðalskipulagi og deiliskiplagi Nónhæðar!  Hvað felur það í sér???

Það er rétt að skipulagsstjóri bæjarins gefi okkur íbúum skriflega skilgreiningu/útskýringu á því sem samþykkt hefur verið þannig að íbúar skilji það sem við er átt (þessu verður komið til skipulagsstjóra!).
Svarið verður síðan birt hér á síðunni.

Sjá nánari upplýsingar um fundargerðir.

Eftir fundinn!

júní 30th, 2007

Vefari er nokkuð ánægður með þau ummæli, sem fulltrúar bæjarins komu með, um að þeir myndu endurskoða framkomnar deiliskipulagstillögur af svæðunum.  Það er því óhætt að fullyrða að við munum sjá þarna græn svæði í framtíðinni.

Íbúafundi lokið

júní 28th, 2007

Nú er nýlokið íbúafundi um málefni Nónhæðar og Arnarsmára 32.  Við sem stöndum að þessari vefsíðu viljum þakka fjölmörgum íbúum fyrir þátttökuna og fulltrúum bæjarins og lóðarhafa fyrir greinargóð svör.
Eins og við var að búast náðist ekki að kryfja öll málin til mergjar; sum voru ágætlega útskýrð en önnur miður.
Það verður því verkefni okkar íbúanna að setjast niður og fara yfir fengnar upplýsingar og spyrja spurninga um það sem upp á vantar.
Eins og greint var frá höfum við frest fram að 1. ágúst til þess að koma með athugasemdir áður en skipulagsgögnin verða send til kynningar skv. greinum Skipulags- og byggingarlaga.