Sarpur fyrir ‘Íbúasamtökin’ flokkur

Íbúafundi lokið

júní 28th, 2007

Nú er nýlokið íbúafundi um málefni Nónhæðar og Arnarsmára 32.  Við sem stöndum að þessari vefsíðu viljum þakka fjölmörgum íbúum fyrir þátttökuna og fulltrúum bæjarins og lóðarhafa fyrir greinargóð svör.
Eins og við var að búast náðist ekki að kryfja öll málin til mergjar; sum voru ágætlega útskýrð en önnur miður.
Það verður því verkefni okkar íbúanna að setjast niður og fara yfir fengnar upplýsingar og spyrja spurninga um það sem upp á vantar.
Eins og greint var frá höfum við frest fram að 1. ágúst til þess að koma með athugasemdir áður en skipulagsgögnin verða send til kynningar skv. greinum Skipulags- og byggingarlaga.

Aðkoma íbúa

júní 17th, 2007

Á heimasíðu Kópavogsbæjar/bæjarskipulags er mjög athyglisverð slóð yfir á heimasíðu í Bretlandi, sjá tengil hér hægra megin á síðunni (About community planning).  Þar er m.a. fjallað um aðkomu íbúa að skipulagsmálum og m.a. er eftirfarandi setning í fyrirsögn á síðunni:
„If you want to know how the shoe fits, ask the person who is wearing it, not the one who made it.“
Þetta er einkar athyglisvert í ljósi þeirrar áforma sem uppi eru um byggð á Nónhæð og Arnarsmára 32.