Íbúafundur um málefni Nónhæðar og Arnarsmára 32

júlí 31st, 2007 eftir Íbúasamtökin Skildu eftir svar »

Fyrirhugaður er íbúafundur um málefni Nónhæðar og Arnarsmára 32 fimmtudaginn 9. ágúst n.k. kl 20:00.  Fundurinn verður haldinn í íþróttahúsinu Smáranum, á annarri hæð.

Á fundinum verður m.a. farið yfir það sem undirbúningshópur hefur unnið að frá kynningarfundi bæjaryfirvalda í lok júní s.l. og lagðar fram tillögur um stofnun íbúasamtaka í hverfinu og skipun stjórnar.

Þetta er fundur sem skiptir alla íbúa Smárahverfis máli og því eru þeir eindregið hvattir til þess að mæta á hann.

Leiðbeiningar um gerð athugasemda er að finna hér.

Be Sociable, Share!
Auglýsing

Lokað er fyrir athugasemdir.