Hverfisáætlun Smárahverfis í vinnslu

maí 23rd, 2014 eftir Íbúasamtökin Skildu eftir svar »

Í lok árs 2013 var ný hverfisskipan Kópavogs samþykkt, þar er að finna hverfin Kársnes, Digranes, Smárann, Fífuhvamm og Vatnsenda.

Smárinn er fyrsta hverfið sem fer í gegnum hverfisáætlun og beðið er um athugasemdir íbúa. Hægt er að skoða núverandi stöðu á síðunni um Smárann og í valmyndinni vinstra megin er hægt að senda inn ábendingar.

Samkvæmt nýsamþykktu aðalskipulagi Kópavogs til ársins 2024 er Nónhæðin áfram óbyggt svæði. Breytingar hafa hins vegar orðið sunnan Smáralindar þar sem á að rísa blönduð byggð verslunar og fjölbýlishúsa (allt að 500 íbúðir) ásamt almenningsgarði og menningarstofnun í miðju hans.

Við hvetjum alla til að taka þátt í þessu ferli.

 

Stjórn Betri Nónhæðar

Be Sociable, Share!
Auglýsing

Lokað er fyrir athugasemdir.