Eftirfarandi tilkynning barst frá Þór Jónssyni upplýsingafulltrúa Kópavogsbæjar:
FRÉTTATILKYNNING
Skipulagsnefnd Kópavogsbæjar hafnaði á fundi sínum síðdegis í dag skipulagstillögum á Nónhæð og Arnarsmára 32. Ákvörðunin tekur til allra þriggja skipulagsstiga.
Nefndin samþykkti að fela bæjarskipulagi að yfirfara athugasemdir sem borist hafa vegna tillagnanna.
Kópavogi, 21. ágúst 2007
Þetta eru ánægjuleg tíðindi fyrir okkur íbúana og er vonandi vísbending um það að bæjaryfirvöld muni framvegis vinna með íbúum svæðisins að nýju skipulagi sem er í anda þess sem nú er í gildi.
Okkar þætti í þessu máli er hvergi nærri lokið og munum við fylgjast grannt með framvindu þess.
Í samtali við skipulagsstjóra í morgun kom fram að í vikunni verður kynnt ný skýrsla um umferðarmál á þessu svæði (Reykjanesbraut og næsta nágrenni) og mun hún verða aðgengileg hjá bæjarskipulagi í næstu viku (viku 35). Íbúar eru hvattir til þess að kynna sér efni hennar.