Símtal við bæjarstjórann Gunnar I. Birgisson

ágúst 19th, 2007 eftir Íbúasamtökin Skildu eftir svar »

Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri hringdi í formann Betri Nónhæðar og greindi frá því að því miður gæti hann ekki tekið á móti undirskriftarlistum með mótmælum en Smári Smárason skipulagsstjóri myndi hins vegar gera það í hans stað.  Afhendingin mun verða kl. 12:00 mánudaginn 20. ágúst. n.k. hjá Skipulagsstjóra Kópavogs. Í framhaldinu fór bæjarstjóri yfir nokkur mál sem tengjast Nónhæðinni og var það nokkuð athyglisvert.

Við sem erum í stjórn samtakanna höfum einsett okkur að vera málefnaleg í allri umfjöllun okkar og við hvetjum því fulltrúa bæjarins eindregið til þess að gera slíkt hið sama.  Þannig munu málin vinnast mjög vel og verða okkur öllum til sóma.

Be Sociable, Share!
Auglýsing

Lokað er fyrir athugasemdir.