Skömmu fyrir alþingiskosningarnar í maí s.l. fréttu nokkrir íbúar Foldarsmára af því að til stæði að hefja umfangsmiklar byggingarframkvæmdir á Nónhæð. Kom þetta m.a. fram á teikningum af lóðinni sem borist höfðu en einnig staðfesti Ármann Kr. Ólafsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og forseti bæjarstjórnar það í samtali við vefara.
Skömmu eftir kosningar hafði vefari samband við Smára Smárason Skipulagsstjóra Kópavogs og fór yfir hugmyndir að uppbyggingu á Nónhæð en einnig gat hann um fyrirhugaðar byggingar á reit bensínstöðvarinnar. Í leiðinni nefndi hann umfangsmikla uppbygginu sem væri verið að skipuleggja á svæði meðfram Reykjanesbraut og hér væri verið að skipuleggja miðju höfuðborgarsvæðisins. Það mátti skilja að þarna ættu eftir að koma stórar byggingar og sennilega flestar þeirra upp í loftið.
Vefari fékk eingöngu að sjá gögnin en afrit fékkst ekki.