Athugasemdir vegna sorpflokkunar

september 2nd, 2010 eftir Íbúasamtökin Skildu eftir svar »

Eins og flestir íbúar Nónhæðar hafa tekið eftir hefur mikill flugnafaraldur geysað í sorptunnum íbúa. Þar sem almennt sorp er geymt í mánuð og oft í hirslum innandyra (til dæmis í fjölbýlum Arnarsmára) hefur það gefið ávaxtaflugum tækifæri til þess að fjölga sér all gríðarlega.

Fjölmargir íbúar hafa kvartað til Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, eftirlitsmenn þaðan hafa komið til að skoða ýmsar sorphirslur og komið athugasemdum á framfæri við bæjaryfirvöld.

Nú er sorpflokkunartilraunin orðin rúmlega eins árs og tími kominn á endurskoðun. Það er mat fjölmargra að núverandi skipulag sé ekki að virka þar sem mánaðarlöng geymsla sorps sé óviðunandi. Það er hagur allra sem hafa skoðun á þessu máli að koma eigin athugasemdum á framfæri til bæjaryfirvalda.

Be Sociable, Share!
Auglýsing

Lokað er fyrir athugasemdir.