Nónhæð og Lindarhverfi

ágúst 31st, 2008 eftir Íbúasamtökin Skildu eftir svar »

Nú styttist í lok umsagnarfrestsins um Glaðheimasvæðið.

Ég hvet alla til þess að kynna sér gögn málsins og geta aths. Fyrir 9. Sept. n.k.

Sjá meðfylgjandi hlekk sem vísar á umhverfisskýrslu á heimasíðu bæjarins kopavogur.is. Ef það gengur ekki, farðu þá inn á www.kopavogur.is > Framkvæmdir/skipulag > Bæjarskipulag > Skipulag í kynningu.

http://www.kopavogur.is/files/Umhverfisskyrsla_Gladheimar_adalskipulag_%20juli08_fyrir_auglysingu.pdf

Inni í tillögunni um Glaðheimasvæðið er FALIN tillaga að einhverri mestu breytingu á gatnakerfi Kópavogs í langan tíma. 10-12 akreinar þ.e. 5-6 í hvora átt er það sem stefnt er að hjá bæjaryfirvöldum því þau hafa sett það mikið magn bygginga/skrifstofu og íbúðarýmis inn á þetta svæði að umferðarspekingar telja enga aðra lausn en þessa.

Þetta hefur áhrif á íbúa beggja vegna Reykjanesbrautar frá Breiðholtsbraut að Arnarnesvegi!!!

Inn í þessa auglýsingu vantar upplýsingar um umferð sem bærinn lagði fram í kynningu á Svæðisskipulagi síðastliðið haust.  Hvet ykkur til þess að kynna ykkur þetta og leita frekari upplýsinga hjá Skipulagsyfirvöldum Kópavogs.

Fyrirspurn kom um mælingar á lóðamörkum hér á Nónhæðinni.  Ég hef ekki fengið aðrar fregnir af þessu en frá ykkur íbúum.  Ef þið fréttið e.ð. deilið því endilega með okkur á nonhaed@betra.is

Bestu kveðjur,
Árni formaður stjórnar Betri Nónhæðar.

Be Sociable, Share!
Auglýsing

Lokað er fyrir athugasemdir.