Sarpur fyrir ‘Íbúasamtökin’ flokkur

Aðalfundur

apríl 12th, 2010
Aðalfundur
Íbúasamtökin Betri Nónhæð
boða til aðalfundar:
miðvikudaginn 14. apríl.
klukkan 20:00.
í fundarsal Smáraskóla.
Dagskrá aðalfundarins
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Skýrsla stjórnar
Reikningar
Breytingar á samþykktum
Kosning stjórnar
Kosning skoðunarmanna
Önnur mál
Kynning á nýjum tillögum KS verktaka að byggð á Nónhæð
Kynning á vefsíðu íbúasamtakanna Betri Nónhæð
Tillaga að ályktun aðalfundar

Betri Nónhæð

Aðalfundur

Íbúasamtökin Betri Nónhæð boða til aðalfundar miðvikudaginn 14. apríl 2010 klukkan 20:00 í fundarsal Smáraskóla.

Dagskrá aðalfundarins

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara
  • Skýrsla stjórnar
  • Reikningar
  • Breytingar á samþykktum
  • Kosning stjórnar
  • Kosning skoðunarmanna
  • Önnur mál
    • Kynning á nýjum tillögum KS verktaka að byggð á Nónhæð
    • Kynning á vefsíðu íbúasamtakanna Betri Nónhæð
    • Tillaga að ályktun aðalfundar

Viðhengi: Fundarboð og skýrsla stjórnar

Ólafsvíkuryfirlýsingin

september 12th, 2009

Á fundi bæjarstjórnar þann 28. júlí var einróma samþykkt að fela bæjarstjóra að undirrita Ólafsvíkuryfirlýsinguna. Með því að samþykkja hana heitir bæjarstjórnin því að leggja sitt af mörkum til sjálfbærrar þróunar, meðal annars með því að virkja íbúa, félagasamtök og aðra í verkefnum sem tengjast Staðardagskrá 21.

Það er einlæg von íbúanna að bæjaryfirvöld standi við þetta og hafi samráð við íbúa og félagasamtök þeirra, það er engin tilviljun að íbúasamtök hafa risið upp í Kópavogi undanfarin ár vegna einhliða ákvarðana bæjaryfirvalda.

Ráðstefna Skipulagsstofnunar

maí 8th, 2009

Ráðstefna Skipulagsstofnunar 30. apríl 2009 um skipulag borga/bæja með manninn í öndvegi, sem Skipulagsstofnun stóð fyrir þann 30.apríl 2009 –  Að móta byggð –  er komin á vef Skipulagsstofnunar.  Sjá hér næst.

http://www.skipulag.is/focal/webguard.nsf/key2/index.html?OpenDocument

Ráðstefnan var mjög forvitnileg og vert að skoða alla fyrirlestrana.  Þó vil ég sérstaklega benda á fyrirlestur Steffen Gullman stofnanda 11City-Design.  Hann talaði út frá því að skipuleggja yrði borgir/bæi út frá íbúum hverrar borgar fyrir sig.  Annað gengi aldrei upp.   Sjá hér næst.

http://www.skipulag.is/focal/webguard.nsf/Attachment/SG_Island_maj2009/$file/SG_Island_maj2009.pdf

Skoðið þetta endilega.  Ráðstefnan var mjög vel heppnuð og gott að hún er öll inná vefnum.

Athugasemdir stjórnar vegna Glaðheima

september 24th, 2008

Athugasemdir stjórnar íbúasamtakanna Betri Nónhæð við tillögu um breytingar á aðalskipulagi Glaðheimasvæðis.

Glaðheimar – Andmæli íbúas Betri Nónhæð

Aðalfundur – Betri Nónhæð

september 14th, 2008

Ágætu íbúar í Smárahverfi

Minnum á aðalfund íbúasamtakanna Betri Nónhæð í Smáraskóla mánudaginn 15. september kl. 20.00

Dagskrá:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Reikningar
  4. Breytingar á samþykktum
  5. Kosning stjórnar
  6. Kosnins skoðunarmanna
  7. Önnur mál

a) Skipulagsmál í Kópavogsdal /Glaðheimasvæði
b) Samstarf við önnur íbúasamtök

Fundurinn er opinn öllum íbúum Smárahverfis. Látið póstinn endilega berast til nágranna í hverfinu.

Stjórnin

Munið að kynna ykkur tillögur um breytingar á Aðalskipulagi Glaðheimasvæðis www.kopavogur.is (undir Framkvæmdir/skipulag – Bæjarskipulag – Skipulagsmál – Skipulag í kynningu – Glaðheimar, breytt aðalskipulag)

Afhending undirskriftarlista

ágúst 21st, 2007

Í gær voru skipulagsstjóra Kópavogs afhentir undirskriftarlistar með mótmælum íbúa. Um 650 manns skrifuðu sig á listana þar af um 550 úr hverfinu. Einnig fylgdi með bréf frá krökkunum á leikskólanum Arnarsmára til bæjarstjórans.

HelgiHauksson_Motmaeli_afhent01_286315

Smári Smárason skipulagsstjóri (tíglóttur) veitir listunum móttöku. Mynd: Helgi J. Hauksson

Símtal við bæjarstjórann Gunnar I. Birgisson

ágúst 19th, 2007

Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri hringdi í formann Betri Nónhæðar og greindi frá því að því miður gæti hann ekki tekið á móti undirskriftarlistum með mótmælum en Smári Smárason skipulagsstjóri myndi hins vegar gera það í hans stað.  Afhendingin mun verða kl. 12:00 mánudaginn 20. ágúst. n.k. hjá Skipulagsstjóra Kópavogs. Í framhaldinu fór bæjarstjóri yfir nokkur mál sem tengjast Nónhæðinni og var það nokkuð athyglisvert.

Við sem erum í stjórn samtakanna höfum einsett okkur að vera málefnaleg í allri umfjöllun okkar og við hvetjum því fulltrúa bæjarins eindregið til þess að gera slíkt hið sama.  Þannig munu málin vinnast mjög vel og verða okkur öllum til sóma.

Stjórn Betri Nónhæðar

ágúst 14th, 2007

Á íbúafundi í síðustu viku var kosið í stjórn nýrra íbúasamtaka Smárahverfis ofan Fífuhvammsvegar.

Í stjórninni eru:

Árni Jónsson, formaður
Guðlaugur Bergmundsson, ritari
Guðmundur Baldursson
Guðmundur Þ. Harðarson
Sigrún Jónsdóttir
Helgi Jóhann Hauksson
Kristján H. Ingólfsson

Íbúafundur – stofnun íbúasamtaka

ágúst 12th, 2007

Síðastliðið fimmtudagskvöld var haldinn fundur íbúa Smárahverfis ofan Fífuhvammsvegar.  Málefni fundarins voru tillögur skipulagsyfirvalda bæjarins um byggingar á Nónhæð og Arnarsmára 32 ásamt stofnun íbúasamtaka.
Fjölmenni var á fundinum og mikil samtaðmynd_2007-08-09_20-25-07a um að mótmæla fyrirhuguðum breytingum á núgildandi Aðalskipulagi svæðisins.

Á seinnihluta fundarins var kosin stjórn íbúasamtaka í Smárahverfi ofan Fífuhvammsvegar.  Markmið samtakanna er að standa vörð um Aðalskipulag Nónhæðar þar sem hagsmunir íbúa svæðisins verða hafðir að leiðarljósi.

Ljósmynd: Helgi J. Hauksson

Árétting varðandi skipulagsgögn

júlí 9th, 2007

Það er nauðsynlegt að íbúar geri sér grein fyrir því að það eru breytingar á Aðalskipulagi og Svæðisskipulagi sem skipta mestu máli fyrir okkur í dag.  Deiliskipulagið sem kynnt hefur verið skiptir minna máli í bili; það fæst ekki samþykkt ef Aðalskipulag og Svæðisskipulag verða óbreytt.
Okkar krafa er því sú að núverandi Aðalskipulag gildi áfram án breytinga.