Athugasemdafrestur til 20 febrúar

febrúar 10th, 2017 eftir asmundur Skildu eftir svar »

Bæjarstjórn Kópavogs hefur auglýst skipulagslýsingu til undirbúnings breytingar á aðalskipulagi Kópavogs.

Breytingin varðar landið á kolli Nónhæðar.

> Nú er landið ætlað fyrir samfélagsþjónustu og opin svæði.
> Í skipulagslýsingunni er tillaga um íbúðabyggð í stað samfélagsþjónustu.
> Gert er ráð fyrir allt að 140 íbúðum í fjölbýlishúsum 2, 3, 4 og 5 hæðir.

null

119 íbúðir eru í 10 þriggja hæða fjölbýlishúsum við Arnarsmára. Byggðamynstur næst kolli Nónhæðar er lágreist byggð
einnar eða tveggja hæða húsa. Áhrif umferðar frá íbúðum á svæðinu eru mest þegar hún bætist við á tímum hámarks-
umferðar vegna ferða íbúa til og frá vinnu, fjögurra ferða vegna hvers barns sem ekið er í leikskólann auk ferða til og frá bensínafgreiðslu og gistiheimilis efst í Nónhæð.

 

Athugasemdafrestur er til kl 15:00, mánudaginn 20 febrúar

Íbúar í Nónhæð sem vilja senda athugasemdir eða ábendingar við Skipulagslýsingu til undirbúnings breytingar á aðalskipulagi Kópavogs geta sent þær

… á tölvupóstfangið skipulag@kopavogur.is

… eða í bréfi til Skipulags- og byggingardeild Umhverfissviðs, Fannborg 6, 200 Kópavogi

… með nafni og heimilisfangi sendanda

fyrir klukkan 15:00, mánudaginn 20. febrúar.

 

Ef þú vilt getur þú haft sem fyrirmynd athugasemd eða ábendingu sem þú sérð hér fyrir neðan eða afritað hana og límt inn í skjal eða tölvupóst.

 

Dæmi um athugasemd eða ábendingu:

Undirritaður er andvígur því að landnotkun aðalskipulags verði breytt til að unnt verði að reisa þar íbúðabyggð í líkingu við þá sem kynnt er í „Nónhæð Breytingar á aðalskipulagi – Lýsing á skipulagsverkefni á kolli Nónhæðar“.

Undirritaður er andvígur því að landnotkun aðalskipulags verði breytt til að unnt verði að reisa þar íbúðabyggð heldur lögð áhersla á að þar verði reist mannvirki sem henta fyrir samfélagsþjónustu og hafa svipað flatarmál og umferð eins og fyrirheit eru um í Skipulagsskilmálum fyrir Nónhæð.

Undirritaður leggur til að landnotkun á kolli Nónhæðar verði ekki breytt nema tryggt sé að hæð húsa fari ekki yfir þrjár hæðir, hæð í landi ekki meiri en sem nemur einni einni íbúðarhæð yfir raðhúsum við Foldarsmára og fjöldi íbúða verði ekki meiri en svo að Smárahvammsvegur anni allri umferð til og frá byggðinni.


Undirritaður leggur til að landnotkun á kolli Nónhæðar verði ekki breytt nema byggðamynstur taki mið af raðhúsum og tvíbýlishúsum í næsta nágrenni, að tryggt sé að opið svæði að minnsta kosti 65 metra breytt frá lóðarmörkum aðliggjandi húsa að næsta mannvirki (þ.m.t. umferðarmannvirki) og tryggt sé að öll umferð til og frá byggðinni fari um Smárahvammsveg.

Kynningarefni sem Skipulagsstjóri sýndi á kynningarfundi 9. febrúar
Be Sociable, Share!
Auglýsing

2 athugasemdir

  1. Undirritaður leggur til að landnotkun á kolli Nónhæðar verði ekki breytt nema tryggt sé að hæð húsa fari ekki yfir þrjár hæðir, hæð í landi ekki meiri en sem nemur einni einni íbúðarhæð yfir raðhúsum við Foldarsmára og fjöldi íbúða verði ekki meiri en svo að Smárahvammsvegur anni allri umferð til og frá byggðinni.

  2. Unnur Sigríður Einarsdóttir skrifar:

    Undirritaður leggur til að landnotkun á kolli Nónhæðar verði ekki breytt nema tryggt sé að hæð húsa fari ekki yfir þrjár hæðir, hæð í landi ekki meiri en sem nemur einni einni íbúðarhæð yfir raðhúsum við Foldarsmára og fjöldi íbúða verði ekki meiri en svo að Smárahvammsvegur anni allri umferð til og frá byggðinni.